Uppfærðar leiðbeiningar um leigubifreiðaakstur

vegna COVID-19

22.2.2021

Mikilvægt er að leigubifreiðastjórar kynni sér leiðbeiningarnar vel fyrir akstur með farþega þ.m.t. farþega í sóttkví. Tilgangur leiðbeininganna er að verja leigubifreiðastjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti.

LEIÐBEININGAR UM LEIGUBIFREIÐAAKSTUR VEGNA COVID-19 (22.02.2021)


Helstu breytingar:

• Nýjar leiðbeinandi merkingar vegna COVID-19 á íslensku og ensku.

• Nýjar leiðbeinandi merkingar vegna grímuskyldu, á íslensku og á ensku.

• Aukin áhersla á loftræstingu í ferðum og á milli ferða.

• Aukin áhersla á sóttvarnir við frágang farangurs farþega.

• Nýjar kröfur varðandi flutning á farþegum sem eru í sóttkví (t.d. frá flugvelli/höfn eða í sýnatöku): Hlífðarskilrúm er nú skylda fyrir bifreiðar sem flytja farþega sem eru í sóttkví. Ferðin skal skráð til að auðvelda rakningu ef upp kemur smit. Skrá skal upphafstíma ferðar, endi, upphafsstað og áfangastað.