Útboð á ökuprófum

2.12.2016

Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, hafa óskað eftir tilboðum í framkvæmd og umsjón skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu til fimm ára.
Framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa var áður á hendi Umferðarráðs frá árinu 1992 til 2002. Árið 2002 var samið við Frumherja hf. um framkvæmd ökuprófa og hefur Frumherji verið prófunaraðili frá 1. apríl það ár.
Verkefni þetta fellur undir hugtakið sérleyfissamningur um þjónustu sem skilgreindur er í 22. lið 2. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Hafa ber í huga að grunnreglur EES-samningsins gilda um sérleyfissamninga um þjónustu. Hugtakið „sérleyfissamningur um þjónustu“ er skýrt nánar í 2. gr. OIL. Ráðherra er heimilt að setja reglur um gerð sérleyfissamninga um þjónustu að því er varðar ríkið og ríkisstofnanir.
Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa . Opnun tilboða verður 4. janúar 2017 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum.