Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða
Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 25 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001, sbr. reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003.
Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Samgöngustofu, Ármúla 2, Reykjavík eða hér á vefnum. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 30. mars 2015 kl. 12:00.