Veffundur um Vegvísi.is: Hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?

1.6.2021

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur á veffundi ráðuneytisins í dag, þriðjudaginn 1. júní, kl. 13:00-13:45. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og 60 mælikvörðum. Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka.

Slóð á beina vefútsengingu

Dagskrá

  • Tímamót í miðlun opinberra gagna
    Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  • Vegvísir að lykilupplýsingum – hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?
    Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri stefnumótunar og fjármála
  • Kynning á Vegvísi.is
    Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur og ritstjóri Vegvísis.is
  • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri