Vefur Samgöngustofu í hópi fimm bestu ríkisvefjanna

26.11.2015

Á Degi upplýsingatækninnar sem haldinn var í dag, voru kynntar niðurstöður úr könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?“ en þetta í sjötta sinn sem hún fer fram. Af alls 147 vefjum ríkisstofnana sem skoðaðir voru var vefur Samgöngustofu í hópi þeirra fimm sem besta útkomu hlutu. 

Veittar voru viðurkenningar fyrir bestu vefina í tveimur flokkum, annars vegar besta ríkisvefinn og hins vegar besta sveitarfélagsvefinn. Viðurkenningarnar hlutu island.is, á vegum Þjóðskrár Íslands og akranes.is, vefur Akraneskaupstaðar.

Hér má nánar sjá niðurstöður könnunarinnar.