Vegna umfjöllunar FÍB

25.11.2015

Í nýjasta tölublaði tímarits FÍB er umfjöllun um endurskráningu bifreiðar sem áður hafði verið afskráð. Af greininni má ráða að farið hafi verið á svig við gildandi reglur um tjónabifreiðar og niðurrifslása. Samgöngustofa telur mikilvægt að fram komi að umrætt ökutæki hafði hvorki verið skráð sem tjónabifreið né til niðurrifs í ökutækjaskrá stofnunarinnar. Engin gögn höfðu borist sem bentu til annars en að um óheppileg mistök í pappírsvinnslu hjá eiganda bifreiðarinnar hafi verið að ræða. Að teknu tilliti til þess, svo og staðfestingar frá Úrvinnslusjóði, var tekin ákvörðun um afléttingu afskráningarinnar. Sú ákvörðun var ekki tekin „þvert á reglur um meðferð tjónabíla“ því bifreiðin var ekki skráð sem tjónabíll. Reglur um skráða tjónabíla og niðurrifslása eru skýrar af hálfu Samgöngustofu og eftir þeim farið.