Velkomin... og hvað svo?

Umferðarþing 2018

20.9.2018

Öll erum við þátttakendur í umferðinni og samgönguöryggi kemur okkur öllum við. 

Á Umferðarþinginu verður farið yfir ýmsar áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir með vaxandi umferðarþunga, hvað gengur vel og hvað mætti betur fara. Hvað er verið að gera til að auka öryggi fólks sem ferðast um landið á bílaleigubílum eða í rútum? Er unnt að stýra ferðafólki þannig að það velji öruggari leiðir? Hvernig getum við nýtt okkur nýjustu tækni og stafrænar lausnir til að auka umferðaröryggi? 

Samgöngustofa heldur Umferðarþingið í samstarfi við Safetravel, Vegagerðina, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, SAF og lögregluna.

Umferðarþingið verður haldið á Grand Hótel, föstudaginn 5. október 2018.

Hér má sjá dagskrá þingsins. 

Hér má skrá þátttöku á þinginu:  

https://www.samgongustofa.is/umferdarthing/skraning/