Verksamningur um framkvæmd ökuprófa framlengdur

17.2.2022

Frá 1. júní 2017 hefur verið í gildi verksamningur milli Samgöngustofu og Frumherja um framkvæmd ökuprófa. Samningurinn var gerður að undangengu útboði og felur í sér að Frumherji sjái um framkvæmd á skriflegum og verklegum ökuprófum á öllu landinu. Gildistími samningsins voru fimm ár en samningurinn hefur nú verið framlengdur um eitt ár, eða til 31. maí 2023.

Næstu mánuðir verða nýttir til að undirbúa komandi útboð á verkefninu að gildistímanum loknum og er sú vinna þegar hafin.