Vetrarhjólbarðar

frá og með 1. nóvember mega nagladekkin fara undir

23.10.2017

Nú fer tími vetrarhjólbarða að renna í garð og því mikilvægt að huga að vali á þeim, viðhaldi og eiginleikum. Afar brýnt er að ökumenn noti ávallt dekk sem hæfa þeim aðstæðum sem þeir aka við hverju sinni. Samkvæmt umferðarlögum ber ökumönnum ekki skylda til að nota vetrarhjólbarða þegar vetrarfærð ríkir þó að það sé eindregið mælt með því. Keðjur og neglda hjólbarða má einungis nota frá 1. nóvember til 15. apríl, nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Hjólbarðar mynda einu snertingu bílsins við veginn er afar mikilvægt að þeir séu alltaf í góðu lagi. Hér má sjá algengar spurningar er snúa að hjólbörðum auk svara við þeim.