Víða varhugaverðar aðstæður og ástæða til að fara varlega

25.9.2014

Árni Davíðsson, varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur fengið styrk frá Vegagerðinni til þess að skoða stíga á höfuðborgarsvæðinu og hvort þeir uppfylli leiðbeiningar um gerð hjólastíga. Í Morgunblaðinu í dag (25.09.2014) er viðtal við Árna um þetta verkefni þar sem fram kemur m.a. álit hans á skráningu hjólreiðaslysa, hönnun  hjólreiðastíga og það sem hann telur mikilvægt að hafa í huga til að tryggja sem best öryggi hjólandi vegfarenda og annarra. Hér má finna grein Morgunblaðsins (PDF skjal) í heild sinni.