Víti til varnaðar - morgunverðarfundur um umferðaröryggi

3.5.2019

""Umferðaröryggisráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bjóða til morgunverðarfundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí kl. 8.30.

Á fundinum mun Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, kynna nýtt slysakort, fara yfir tölfræði umferðarslysa árið 2018, helstu breytingar og með hvaða hætti tölfræðin nýtist til forvarna.

Fundurinn í Norræna húsinu er opinn öllum. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10. Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Skráningu og dagskrá fundarins má nálgast á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.