Breyting á afgreiðslu vegna COVID-19

Vegna COVID-19 faraldursins er almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með mánudeginum 16. mars 2020. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum meðan þetta ástand varir.

Vegna COVID-19 faraldursins er almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með mánudeginum 16. mars 2020.

Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum meðan þetta ástand varir:

Leiðbeiningar varðandi móttöku í Ármúla á meðan ástandið varir:

Í undantekningartilfellum má skilja eftir gögn í póstkassa í anddyri Samgöngustofu. Aðeins er þar tekið við eftirtöldu:

• Gögnum vegna forskráningar ökutækja
• Númeraplötum til innlagningar en þeim má einnig skila til skoðunarstöðva
• Eyðublaði um eigendaskipti ökutækja en aðeins ef ekki er mögulegt að nýta rafræna þjónustu á Mínu svæði
• Þeim umsóknum sem ekki er hægt að skila inn rafrænt

Athygli er vakin á því að það þarf að vera búið að greiða fyrir þjónustuna fyrirfram með millifærslu eða láta fylgja með kreditkortanúmer sem hægt er að skuldfæra af. Reikningsnúmer Samgöngustofu er: 515-26-210867 kt: 540513-1040.

Til að gæta 2ja metra aðskilnaðar hafa verið settar upp sérstakar merkingar fyrir framan inngang Samgöngustofu. Aðeins tveir viðskiptavinir mega vera í anddyri samtímis. Viðskiptavinir sem telja sig nauðsynlega þurfa að koma í Ármúla 2 meðan á samkomubanni stendur eru beðnir um að

• virða kröfu um 2ja metra aðskilnað milli fólks
• nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna
• gæta ávallt fyllstu varúðar


Var efnið hjálplegt? Nei