Breyting á afgreiðslu vegna COVID-19
Almenn afgreiðsla í Ármúla 2 hefur verið opnuð á ný en viðskiptavinum er bent á að virða tveggja metra regluna, nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna og gæta ávallt fyllstu varúðar. Hér að neðan eru taldar upp þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá erindum með fjarþjónustu á meðan Covid-19 faraldurinn varir:
- Mitt svæði er opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Hægt er að ganga alfarið frá eigendaskiptum ökutækja á Mínu svæði.
- Netspjall Samgöngustofu á www.samgongustofa.is (neðst í hægra horninu). Opið alla virka daga frá 9-15.
- Símaver Samgöngustofu er opið alla virka daga frá kl. 9-15. Sími 480- 6000.
- Netfangið samgongustofa@samgongustofa.is varðandi almenn erindi og neytendur@samgongustofa.is varðandi réttindi farþega.
- Vefur Samgöngustofu www.samgongustofa.is en þar eru upplýsingar uppfærðar reglulega.
- Á vefnum er sérstök upplýsingasíða um réttindi farþega vegna COVID-19 faraldursins.
Leiðbeiningar varðandi móttöku í Ármúla á meðan ástandið varir:
• Virðum kröfu um 2ja metra aðskilnað milli fólks
• Notum spritt fyrir og eftir afhendingu gagna
• Gætum ávallt fyllstu varúðar