Akstur um hringtorg

Þegar ekið er um hringtorg er mikilvægt að þekkja gildandi reglur

Þegar beygt er út úr hringtorgi

  • á fyrstu gatnamótum: Ökumaður haldi sig á hægri akrein, ytri akrein hringtorgs

  • á öðrum gatnamótum: Ökumaður haldi sig á ytri akrein þótt ekkert banni honum að fara í innri hring

  • á þriðju eða fjórðu gatnamótum: Ökumaður haldi sig í innri hring

Aldrei má skipta um akrein í hringtorgi og hér á landi er reglan sú að umferð á hringtorgi hefur ávallt forgang fyrir þeim sem eru að aka inn í það.

Fræðsluefni um akstur í hringtorgum