Bil á milli bíla

Aftanákeyrslur eru meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis

Ástæðan er of lítið bil á milli bíla og skortur á athygli. Til þess að meta það hvort nægilegt bil sé í næsta bíl er til ágæt aðferð sem kallast „þriggja sekúndna reglan“.

  • Taka skal mið af t.d. ljósastaur sem bíllinn á undan ekur hjá.

  • Telja skal eittþúsund og einn, eittþúsund og tveir, eittþúsund og þrír.

  • Sé bíllinn ekki kominn að staurnum þegar talningunni er lokið er fjarlægðin í lagi.

  • Sé bíllinn kominn framhjá staurnum er bilið of lítið og hætta yfirvofandi.

Hér er fjallað um það hvernig haga skuli akstri þannig að ekki skapist hætta vegna of lítils bils á milli bíla:


Bil milli bíla