Frágangur á farmi í bifreið

Mikilvægt er að ganga tryggilega frá farmi áður en lagt er af stað þar sem lausir hlutir geta verið lífshættulegir komi til árekstrar

Með því að setja allt lauslegt í farangursgeymslu eða skorða það þannig að ekki sé hætta á að það kastist til við árekstur má koma í veg fyrir alvarlega áverka af völdum lausra hluta. Hið sama á við um gæludýr sem ætíð skulu vera í búrum sem fest eru í bílnum eða í þar til gerðum gæludýrabílbeltum.

Fyrir atvinnubílstjóra

Að sama skapi er mikilvægt að atvinnubílstjórar gangi tryggilega frá farmi áður en lagt er af stað. Samtök verslunar og þjónustu hefur gefið út handbók með leiðbeinandi reglum um frágang farms fyrir atvinnubílstjóra.

Hér er fjallað um hættuna sem stafað getur af farangri og farmi sem ekki er settur á öruggan stað í bílnum.

Dulin drápstól