Framúrakstur

Við framúrakstur getur auðveldlega skapast hætta á umferðaróhöppum

Því er mikilvægt að ökumenn sem fara hægar en almennur hámarkshraði segir til um, auðveldi öðrum bílum að komast fram úr. Æskilegt er að ökumaður gefi þeim sem á eftir eru leiðbeiningar með stefnuljósum um hvort óhætt sé að fara fram úr eða ekki með eftirfarandi hætti:

  • Sé gatan greið og óhætt að fara fram úr skal gefa stefnuljós til hægri í átt að vegbrún.

  • Séu aðstæður til framúraksturs ekki fyrir hendi skal gefa stefnuljós til vinstri í átt að miðlínu vegar.

Með því að leiðbeina öðrum ökumönnum með þessum hætti má fækka slysum og auka umferðaröryggi til muna.

Hér er fjallað um hvernig haga skuli framúrakstri þannig að fyllsta öryggis sé gætt. 

Að hleypa framúr