Hollráð fyrir ferðalagið

Hér má sjá ýmis gagnleg ráð sem gera ferðalagið öruggara og ánægjulegra

 • Hugið vel að börnunum í bílnum. Notið aðeins viðurkenndan öryggisbúnað sem hentar hæð og þyngd barnsins. Gott er að stöðva bílinn reglulega og hleypa börnunum út. Hér má finna allt um öryggi barna í bíl.
 • Þau sem þurfa að fara hægar skulu haga akstri þannig að auðvelt og öruggt sé að fara framúr.
 • Þau sem hyggjast fara framúr skulu ekki undir neinum kringumstæðum gera það þar sem er heil óbrotin lína á milli akstursstefna eða takmörkuð sýn fram á veginn.
 • Akið samkvæmt aðstæðum og farið ekki hraðar en leyfður hámarkshraði segir til um. Haldið jöfnum hraða og forðist framúrakstur.
 • Gætið þess að vera vel úthvíld á meðan á akstri stendur.
 • Eftir áfengisneyslu skal bíða með að setjast undir stýri þar til allt áfengi er farið úr blóðinu. Það getur tekið allt að 18 klst.
 • Ef syfja og þreyta sækir er gott að leggja bílnum á öruggum stað (ekki á veginum) og hvílast, jafnvel sofna, þótt ekki væri í nema 15 mínútur.
 • Athugið hvort öll ljós og önnur öryggisatriði í bifreiðinni og tengivagninum séu í lagi.
 • Gangið þannig frá farangri að ekki sé hætta á að hann kastist til við árekstur eða bílveltu.
 • Athugið hvort hjólbarðarnir séu í lagi – bæði hvað slit og loftþrýsting varðar.
 • Ef ekið er með eftirvagn og mætt stórum bíl er mikilvægt að hafa í huga að eftirvagninn er mögulega breiðari en bifreiðin ykkar.
 • Mikill hiti í bílnum eykur líkur á þreytu og syfju. Gerið hlé á akstri á eins til tveggja klukkustunda fresti.
 • Gætið þess að nærast og drekka vatn eða annarrar hollustu svo ekki sæki á ykkur þreyta á langferðum.
 • Gætið fyllsta öryggis  inná tjaldsvæðum og akið ekki þar um nema bráða nauðsyn beri til.
 • Ekki stöðva á veginum til að skoða náttúruundur eða taka myndir. Notið útskotin eða aðra örugga staði.
 • Tökum tillit til hjólreiðafólks.  
 • Að lokum, góða skapið og tillitsemin eru góðir ferðafélagar.
  Góða ferð og komið heil heim!