Ljósabúnaður bifreiða

Mikilvægt er að ökumenn fylgist reglulega með ökuljósum og geri úrbætur strax sé þeirra þörf

Gott er að hafa ætíð varaperur til taks í bifreiðinni ásamt öðrum varahlutum og öryggistækjum.

Í umferðarlögum er skýrt kveðið á um að ljós bifreiða skuli ávallt vera tendruð óháð aðstæðum. 

Hér á landi eru ekki aðeins birtuskilyrði síbreytileg eftir árstíma heldur er hér enn fremur allra veðra von, skyggni gjarnan slæmt og sýn ökumanna takmörkuð af þeim sökum. Bifreið sem er með ljósin tendruð er mun sýnilegri í umferðinni en sú sem hefur ljósin slökkt. Það á einnig við á vorin og sumrin.