Öryggisbelti

Samkvæmt lögum skulu allir farþegar bíls vera í öryggisbeltum eða öðrum öryggisbúnaði

Beltin eru ótvírætt einn mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins og hefur notkun þeirra oftar en ekki bjargað mannslífum, komið í veg fyrir slys á fólki í umferðaróhöppum og dregið mjög úr áverkum í öðrum slysum.

Börn í bíl

Börn undir 36 kg eiga að vera í sérstökum öryggisbúnaði, í bílstól eða á bílpúða með baki og með spennt belti. Tryggja verður að öryggisbúnaður sé rétt notaður og að hann hæfi stærð og þyngd barnsins. Fylgjast verður með því hvort barn losi öryggisbúnað eða geri hann á einhvern hátt óöruggan, svo sem með því að færa þverband öryggisbeltis undir handlegg.