Rúðuvökvi og þurrkublöð

Hreinar rúður skipta miklu máli þegar kemur að umferðaröryggi

Mikilvægt er halda rúðunum hreinum, gæta þess að nóg sé af rúðuvökva og að þurrkublöðin séu í góðu ástandi.

Rúðuvökva og ný þurrkublöð má meðal annars fá á bensínstöðvum og bílavarahlutaverslunum. Þá er enn fremur gott ráð að bera vatnsfælin efni á framrúðu því að þá helst hún betur hrein þrátt fyrir rigningu og óhreinindi frá öðrum bílum.