Varahlutir

Í bílnum ættu ávallt að vera til staðar varahlutir og annar búnaður sem gæti komið að góðum notum ef eitthvað fer úrskeiðis, bíllinn bilar eða óhapp á sér stað

Í því sambandi má nefna:

 1. Viftureim
 2. Perur
 3. Dráttartaug
 4. Nauðsynlegan vökva
 5. Rakaeyði á brúsa fyrir kveikjukerfi
 6. Bensínbrúsa
 7. Verkfærasett
 8. Startkapla
 9. Viðvörunarþríhyrning (á að vera í öllum bílum samkv. lögum)
 10. Sjúkrakassa
 11. Teppi
 12. Lítið handslökkvitæki
 13. Hlífðarvettlinga 

Athugið að stórir og þungir hlutir eins og verkfærasett og handslökkvitæki mega ekki vera lausir í bílnum þar sem af þeim getur skapast mikil hætta verði árekstur.