Varúðarviðmið vegna vinds

Vindaviðmið

Varúðarviðmið vegna vinds (vindaviðmið) hafa verið skilgreind fyrir stór ökutæki

Segja þau til um við hvaða aðstæður sé óhætt fyrir vörubifreiðar og hópbifreiðar að halda áfram leiðar sinnar, hvenær þarf að grípa til varúðarráðstafana og hvenær þarf að bíða af sér veðrið.  

Hægt er að skoða viðmiðin á mynd eða nálgast þau útprentuð í A3 stærð hjá Samgöngustofu,  fraedsla@samgongustofa.is.