Leyfisveitingar

Leyfisveitingadeild umferðarsviðs Samgöngustofu annast útgáfu leyfa af ýmsum toga

Hér að neðan má sjá þau leyfi sem leyfisveitingadeild hefur umsjón með auk lista yfir leyfishafa á hverjum tíma .

  • Rekstrarleyfi til fólksflutninga - í samræmi við lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni með bifreiðum sem skráðar eru fyrir 9 farþega eða fleiri. Leyfi fyrir sérútbúnar bifreiðar og ferðaþjónustuleyfi.
  • Rekstrarleyfi til farmflutninga  - í samræmi við lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Farmflutningar á landi í atvinnuskyni með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfð heildarþyng fer yfir 3,5 tonn og leyfilegur hámarkshraði ökutækja er 45 km á klst. eða meiri.
  • Atvinnuleyfi til að mega aka leigubifreið - í samræmi við lög nr. 134/2001 um leigubifreiðar.  Úthlutun atvinnuréttinda til leigubifreiðastjóra og útgáfa skírteinis til leyfishafa. Skráning vegna innlagnar og úttektar atvinnuleyfis, framlengingar atvinnuleyfis vegna aldurs, útgáfu stöðvarleyfis og fleira.
  • Leyfi fyrir forfallabílstjóra leigubifreiðastjóra - í samræmi við lög nr. 134/2001 um leigubifreiðar.
  • Eðalvagnaleyfi - í samræmi við lög nr. 134/2001 um leigubifreiðar. Leyfi til aðila sem reka eðalvagnaþjónustu.

Leyfisveitingadeild sinnir einnig eftirfarandi:

  • Undanþágur vegna stærðar og þyngdar ökutækja - veittar til þungaflutninga á landi samkvæmt reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
  • Ýmis umsýsla vegna skráninga ökurita í bifreið - frumskráning, endurnýjun og undanþágur frá akstri án ökumælis, skráð inn að beiðni faggilts ökuritaverkstæðis.

Umsóknir um undanþágur vegna vegna stærðar og þyngdar ökutækja skal senda á netfangið undanthagur@samgongustofa.is.


Var efnið hjálplegt? Nei