Umferðareftirlit

Umferðareftirlitið flutt til lögreglu

Umferðareftirlit hefur eftirlit með stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja, hleðslu, frágangi og merkingu farms, ökumælum, ökuritum, olíugjaldi og kílómetragjaldi, leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga og farmflutninga á landi, akstri leigubíla og aksturs- og hvíldartíma ökumanna. 

Þann 1. janúar 2016 var umferðareftirlitið flutt til þriggja lögregluembætta, þ.e. til Lögreglustjórans á Vesturlandi , Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Lögreglustjórans á Suðurlandi . Öllum fyrirspurnum sem snúa að starfsmarkmiðum umferðareftirlits ber því að beina til lögreglunnar.


Var efnið hjálplegt? Nei