Atvinnuleyfishafi

Atvinnuleyfishafi leigubifreiða er sá sem stundar leiguakstur á fólksbifreið gegn gjaldi á farþegum og farangri þeirra í samræmi við lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 og reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003 með áorðnum breytingum.

Útgáfa skírteina

Umsókn um endurnýjun atvinnuskírteinis leyfishafa er að finna hér

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn hverju sinni:

 • Afrit af ökuskírteini (báðar hliðar)
 • Búsforræðisvottorð (island.is)
 • Sakavottorð (island.is)
 • Passamynd

Skírteini kostar 2.500 kr. og gildir í fimm ár.
Afgreiðslutími er á milli tveir til fimm virkir dagar eftir að öll fullnægjandi gögn hafa borist.

Veikindi

Í samræmi við 9. grein laga um leigubifreiðar nr. 134/2001 þá má veita leyfishafa tímabundnar undanþágur frá akstri eigin bifreiðar vegna veikinda.
Svo unnt sé að skrá veikindi leigubílstjóra þarf eftirfarandi að berast til Samgöngustofu hverju sinni:

Innlagnir og úttektir atvinnuleyfa

Innlögn atvinnuleyfis:
Atvinnuleyfishafa er heimilt að leggja inn atvinnuleyfi tímabundið tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili.
Svo unnt sé að leggja inn leyfi þarf Samgöngustofu að berast eftirfarandi gögn:

 • Staðfesting á innlögn frá viðkomandi bifreiðastöð.
 • Staðfesting innlagnar með undirritun leyfishafa og fulltrúa Samgöngustofu.

  Innlögn atvinnuleyfis kostar 1.000 krónur.


Úttekt atvinnuleyfis:
Svo unnt sé að taka út atvinnuleyfi á ný eftir tímabundna innlögn þarf Samgöngustofu að berast eftirfarandi gögn:

 • Staðfesting á stöðvarplássi frá bifreiðastöð.
 • Fastanúmer leigubifreiðar viðkomandi leyfishafa.
 • Afrit af ökuskírteini (báðar hliðar).
 • Ef atvinnuskírteini leyfishafa er útrunnið þarf að endurnýja það samhliða. Sjá nánar undir liðnum útgáfa skírteina hér ofar á síðunni.

  Úttekt atvinnuleyfis kostar 1.000 krónur.

Framlenging vegna aldurs

Atvinnuleyfi fellur úr gildi við lok 70 ára aldurs leyfishafa. Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn þar til atvinnuleyfishafi nær 76 ára aldri ef hann telst hæfur til að stunda leigubifreiðaakstur.
Við framlengingu atvinnuleyfis leyfishafa þarf Samgöngustofu að berast eftirfarandi gögn:

 • Umsókn um framlengingu atvinnuleyfishafa 71 árs og eldri
 • Vottorð frá lækni um að leyfishafi sé hæfur til að stunda leiguakstur. 
 • Hæfnispróf við 71 árs og 74 ára aldur: Samgöngustofa upplýsir Frumherja um að búið sé að sækja um framlengingu atvinnuleyfis vegna aldurs. Leyfishafi þarf sjálfur að panta tíma í hæfnispróf í síma 570-9090.
 • Afrit af ökuréttindum (báðar hliðar).

Útgáfa skírteinis vegna framlengingar vegna aldurs kostar 2.500 kr. og er eingöngu greitt við fyrstu endurnýjun (71 árs).


Flutningur milli leigubifreiðastöðva

Atvinnuleyfishafi sem starfar á skilgreindum takmörkunarsvæðum þarf að leggja fram vottorð um að hann eigi kost á afgreiðslu á bifreiðastöð sem hefur starfsleyfi.

Leyfishafi sem ætlar að flytja sig um leigubifreiðastöð þarf að skila inn eftirfarandi gögnum til Samgöngustofu:

 • Staðfesting frá bifreiðastöð sem verið er að yfirgefa.
 • Staðfesting frá bifreiðastöð sem verið er að færa sig yfir á.

  Flutningur á milli bifreiðastöðva kostar 1.000 kr.                        Endurútgefið atvinnuskírteini með uppfærðum upplýsingum kostar 2.500 kr. Samtals kostnaður við flutning á milli bifreiðastöðvar er 3.500 kr.

Útskrift á akstursheimildum

Atvinnuleyfishafar og forfallabílstjórar geta óskað eftir útskrift á akstursheimildum, sem er yfirlit yfir útgerðir þar sem forfallabílstjórar aka fyrir atvinnuleyfishafa þegar það á við.

Það þarf að senda inn skriflega beiðni um útskrift akstursheimilda hverju sinni, sem hægt er að finna hér.

Niðurfelling á vörugjöldum

Atvinnuleyfishafi getur óskað eftir niðurfellingu á vörugjöldum vegna bifreiðakaupa. Framvísa þarf skriflegri staðfestingu á atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og viðkomandi bifreiðastöð til Tollstjóra vegna beiðni um niðurfellingu á vörugjöldum. Lesa nánar um það á síðu Skattsins.

Skriflega beiðni um staðfestingu á atvinnuleyfi er að finna hér. Vottorð um gilt atvinnuleyfi fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu og er 1.000 krónur.Var efnið hjálplegt? Nei