Eðalvagnaleyfi

Umsækjandi um leyfi til reksturs eðalvagnaþjónustu skal uppfylla skilyrði 5. gr. laga um leigubifreiðar, að undanskildum 3. tölulið 1. mgr. Leyfi skal að hámarki veitt til tveggja ára í senn. Ökutækið skal ekki vera eldra en 8 ára. Samgöngustofa getur afturkallað leyfi ef leyfishafi brýtur gegn ákvæðum laga og reglugerða um leigubifreiðar eða uppfyllir ekki lengur framangreind skilyrði.

Breyting á notkunarflokki í eðalvagn

Þjónusta eðalvagna er sérhæfður leiguakstur fólksbifreiða. Til eðalvagna teljast ökutæki sem geta flutt allt að 8 farþega og eru vegna stærðar, eiginleika og gæða, frábrugðin hefðbundnum ökutækjum um þægindi og þjónustu, svo sem með útbúnaði hægindasæta, skilrúma, veitingaþjónustu eða öðru sambærilegu, t.d. auknu rými og íburðarmikilli innréttingu. Upplýsingaskjal varðandi hvernig skal standa að breytingu á notkunarflokki í eðalvagn er að finna hér.

Umsókn og afgreiðsla

Umsókn um eðalvagnaleyfi er að finna hér

  • Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn hverju sinni:
  • Afrit af ökuskírteini (báðar hliðar)
  • Búsforræðisvottorð (island.is)
  • Sakavottorð (island.is)
  • Fastanúmer bifreiðar (sem er samþykkt sem eðalvagn, sjá nánar hér)

    Leyfið kostar 5000 kr. og gildir í tvö ár.

    Afgreiðslutími er fimm til sjö virkir dagar eftir að öll fullnægjandi gögn hafa borist.

Námskeið

Skilyrði fyrir eðalvagnaleyfi er að viðkomandi leyfishafi hafi lokið námskeiði sem Ökuskólinn í Mjódd heldur.


Var efnið hjálplegt? Nei