Forfallabílstjóri

Forfallabílstjóri leigubifreiða er sá sem stundar leiguakstur á fólksbifreið gegn gjaldi á farþegum og farangri þeirra í forföllum atvinnuleyfishafa, í samræmi við lög um leigubifreiðar nr. 134/2001 og reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003 með áorðnum breytingum.

Útgáfa skírteina

Umsókn um atvinnuskírteini forfallabílstjóra er að finna hér

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn hverju sinni:

  • Afrit af ökuskírteini (báðar hliðar)
  • Sakavottorð (island.is)
  • Passamynd
  • Þarf að hafa lokið námskeiði fyrir forfallabílstjóra, sjá nánar hér

Skírteini kostar 2.500 kr. og gildir í fimm ár.
Afgreiðslutími eru tveir til fimm virkir dagar eftir að öll fullnægjandi gögn hafa borist.

Beiðni um dagafjölda

Forfallabílstjórar geta óskað eftir útskrift á akstursheimildum, sem er yfirlit yfir dagafjölda þar sem forfallabílstjórar hafa ekið fyrir atvinnuleyfishafa.
Það þarf að senda inn skriflega beiðni um útskrift akstursheimilda hverju sinni, sem hægt er að finna hér.

Samgöngustofa veitir atvinnuleyfi á grundvelli starfsreynslu í akstri. Úthlutun atvinnuleyfa fer fram tvisvar á ári, nánar um það undir úthlutun atvinnuleyfa í næsta lið á þessari síðu.

Úthlutun atvinnuleyfa

Samgöngustofa gefur út atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða bæði á takmörkunarsvæðum og utan þeirra.

Takmörkunarsvæði – Hámarksfjöldi leyfa:
Höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin: 580 leyfi
Árborg: 10 leyfi
Akureyri: 22 leyfi

Atvinnuleyfum er úthlutað tvisvar sinnum á ári, í maí og í nóvember. Misjafnt er hverju sinni hversu mörg leyfi eru til úthlutunar en það veltur á því hversu mörg leyfi eru laus til úthlutunar hverju sinni.

Atvinnuleyfi eru veitt á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar. Starfsreynsla miðast við dagafjölda í akstri fyrir atvinnuleyfishafa í forföllum.

Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði við úthlutun atvinnuleyfis:

1. Fullnægjandi starfshæfni (ökuréttindi) og námskeið. 
2. Skráður eigandi leigubifreiðar eða skráður fyrsti umráðamaður samkvæmt samningu við löggilt fjármögnunarfyrirtæki.
3. Stundar leiguakstur að aðalatvinnu.
4. Hefur ekki verið dæmdur til refsivistar (sakavottorð).
5. Er fjár síns ráðandi (búforræðisvottorð).
6. Vottorð um afgreiðslu á bifreiðastöð sem hefur starfsleyfi.

Hægt er að lesa nánar um takmörkunarsvæði og úthlutunarreglur í reglugerð um leigubifreiðar með síðari breytingum nr. 397/2003 og skilyrði fyrir atvinnuleyfi í lögum um leigubifreiðar nr. 134/2001.Var efnið hjálplegt? Nei