Leigubifreiðastöðvar

Allar leigubifreiðar á takmörkunarsvæði skulu hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu. Hver leigubifreiðastöð skal fylgjast með því að ökumenn, sem þar hafa afgreiðslu, fari eftir fyrirmælum laga og reglugerða um leigubifreiðar og fylgjast sérstaklega með því að reglur um nýtingu atvinnuleyfis séu ekki brotnar.

  • Forráðamaður bifreiðastöðvar skal hafa fullnægjandi starfshæfni, þ.e. hafa sótt námskeið ætlað leyfishöfum sem Samgöngustofa heldur.

  • Lágmarksfjöldi atvinnuleyfishafa á leigubifreiðastöð skal vera tíu en það má víkja frá skilyrði um lágmarksfjölda á svæðum þar sem íbúar eru færri en 10.000.

  • Opnunartími afgreiðslu með símaþjónustu skal vera að lágmarki frá kl. 07:00 - kl. 24:00.

  • Bifreiðastöð skal einnig hafa fullnægjandi fjarskiptakerfi (samband milli bíla og stöðvar).
Hér má finna Umsókn um starfsleyfi til reksturs leigubifreiðastöðvar


Listi yfir leigubifreiðastöðvar

 A-stöðin ehf.
Á.R. Taxi ehf. (Árborg)
Bifreiðastöð Oddeyrar ehf. (Akureyri)
Bifreiðastöð Selfoss ehf. (Árborg)
Borgarbílastöðin ehf.
BSR ehf.
City Taxi Reykjavík ehf.
Hreyfill svf.
Taxi Service ehf.

Listi uppfærður 17.11.2021


Var efnið hjálplegt? Nei