Spurt og svarað

Helstu spurningar og svör varaðandi leigubifreiðar og eðalvagna.

Hvað þarf að gera til að endurnýja atvinnuskírteini?

Við endurnýjun atvinnuskírteina þarf að skila inn umsókn, búsforræðisvottorði, sakavottorði og afriti af ökuskírteini (báðar hliðar). Sjá nánar um umsókn og afgreiðslu atvinnuskírteina

Hvað þarf að gera til að fá útgefið skírteini sem forfallabílstjóri (harkaraskírteini)?

Við útgáfu forfallabílstjóra (harkara) þarf að skila inn umsókn, sakavottorði og afriti af ökuskírteini (báðar hliðar). Umsækjandi þarf einnig að hafa lokið námskeiði fyrir forfallabílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd. Sjá nánar um umsókn og afgreiðslu atvinnuskírteina forfallabílstjóra hér.

Hvenær og hvar er námskeið fyrir atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra (harkara) haldið?

Námskeið fyrir leyfishafa og forfallabílstjóra er haldið reglulega í Ökuskólanum í Mjódd, sjá nánar á vef Ökuskólans.

Er hægt að fá undanþágu frá námskeiði?

Engar undanþágur eru veittar vegna námskeiða fyrir atvinnuleyfishafa eða forfallabílstjóra.

Hvenær er úthlutun atvinnuleyfa?

Úthlutun atvinnuleyfa er tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti (u.þ.b. maí og nóvember). Úthlutun atvinnuleyfa er auglýst hverju sinni og fjöldi úthlutaðra leyfa er háð því hversu mörg leyfi er laus hverju sinni.

Hvað þarf að gera til að fá staðfestingu á atvinnuleyfi til að fá niðurfellingu á vörugjöldum hjá Skattinum?

Skilyrði lækkunar vörugjalds af leigubifreiðum eru að kaupandi hennar hafi atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða og hafi akstur hennar að aðalatvinnu. Sjá nánar hér.

Hvernig breytir maður um notkunarflokki bifreiðar úr leigubifreið í almenna notkun?

Færa þarf ökutæki til breytingaskoðunar á skoðunarstöð til að breyta notkunarflokki ökutækis.

Hver sér um eftirlit með atvinnuleyfishöfum og forfallabílstjórum?

Umferðareftirlit lögreglu var flutt frá Samgöngustofu þann 1. janúar 2016 til þriggja lögregluembætta; Lögreglustjórans á Vesturlandi , Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Lögreglustjórans á Suðurlandi .
Umferðareftirlitið hefur eftirlit með akstri leigubíla. Öllum fyrirspurnum sem snúa að starfsmarkmiðum umferðareftirlits ber því að beina til lögreglunnar.

Hvernig er hægt að fá metna aukadaga vegna örorku?

Forfallabílstjórar sem eru með skráða örorku geta skilað inn meðmælum frá tryggingaryfirlækni (Tryggingastofnun) og Öryrkjabandalagi Íslands um að leiguakstur henti vel með örorku viðkomandi aðila. Að því gefnu geta öryrkjar fengið metna 260 daga í starfsreynslu.

Hvernig er hægt að fá yfirlit um dagafjölda í akstri sem forfallabílstjóri?

Hægt er að senda inn rafræna beiðni um yfirlit dagafjölda.

Hvaða bílar mega vera eðalvagnar?

Eðalvagnar skulu vera betur útbúnir en hefðbundin fólksbifreið, sjá nánar í Verklagsreglum um eðalvagna.

Hver er afgreiðslutími umsókna um leyfi til aksturs leigubifreiða og eðalvagnaleyfi?

Afgreiðslutími er tveir til fimm virkir dagar eftir að öll fullnægjandi gögn hafa borist.
Var efnið hjálplegt? Nei