Leigubifreiðastöðvar

Leigubílastöð

Aðilar sem vilja hafa milligöngu um þjónustu leigubifreiða þurfa til þess starfsleyfi frá Samgöngustofu. Starfsleyfið gildir í fimm ár. 

Umsókn um starfsleyfi til reksturs leigubifreiðastöðvar

Skilyrði starfsleyfis til reksturs leigubifreiðastöðvar

 • Hafa fyrirsvarsmann sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
  - Lögheimili innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
  - Námskeið atvinnu- og rekstrarleyfishafa um leigubifreiðaakstur og hafa staðist próf
  - Gott orðspor, það er að umsækjandi hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi (sakavottorð)
 • Fullnægjandi fjárhagsstaða

Fylgigögn

 • Staðfesting á lögheimili (Búsetuvottorð) – Þjóðskrá
 • Sakavottorð: Samgöngustofa aflar upplýsinga úr sakaskrá
 • Staðfesting á fullnægjandi fjárhagsstöðu, t.d. áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal
 • Afrit af gildum persónuskilríkjum sem staðfesta ríkisfang innan Evrópska efnahagssvæðisins (t.d. ökuskírteini eða vegabréf)
 • Einstaklingar sem eru með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins skulu framvísa dvalar- og atvinnuleyfi

Kostnaður

Kostnaður við starfsleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu
Athugið að kostnaður við námskeið og vottorð þarf að nálgast hjá viðeigandi aðilum.

Námskeið

Ökuskólinn í Mjódd býður upp á námskeið fyrir þá sem vilja sækja um leyfi vegna leigubifreiðaaksturs.

Spurningar?

Svör við helstu spurningum um leyfi til leigubifreiðaaksturs má finna hér.
Hægt er að senda fyrirspurnir á leyfisveitingar@samgongustofa.is ef einhverjar frekari spurningar vakna.

Lög og reglur

Afgreiðsla og útgáfa leyfa eru í samræmi við lög um leigubifreiðaakstur nr. 120/2022 sem tóku gildi 1. apríl 2023. Nánar er kveðið á um útfærslu laganna í reglugerð um leigubifreiðaakstur nr. 324/2023.


Listi yfir leigubifreiðastöðvar

A-stöðin ehf.
Á.R. Taxi ehf. (Árborg)
Bifreiðastöð Oddeyrar ehf. (Akureyri)
Bifreiðastöð Selfoss ehf. (Árborg)
Borgarbílastöðin ehf.
BSR ehf.
City Taxi Reykjavík ehf.
Hopp Leigubílar ehf.
Hreyfill svf.
Taxi Service ehf.

Listi uppfærður 17.11.2021


Var efnið hjálplegt? Nei