Fara beint í efnið

Rekstrarleyfi til farþegaflutninga

Umsókn um rekstrarleyfi til farþegaflutninga

Þeir aðilar sem stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni (aðra en leigubílaakstur) þurfa til þess rekstrarleyfi. Til eru þrenns konar rekstrarleyfi:

  1. Leyfi fyrir hópbifreiðar:

    • Bílar sem taka fleiri en 9 farþega

  2. Leyfi fyrir sérútbúna bíla

    • Bílar sem eru skráðir torfærubílar (og eru með dekkjastærð að minnsta kosti 780 millimetra þvermál) fyrir 8 farþega og færri

  3. Leyfi í tengslum við ferðaþjónustu

    • Bílar sem hefur ekki verið breytt og eru skráðir fyrir 8 farþega og færri. Leyfi frá Ferðamálastofu þarf að liggja fyrir

Ferlið

  1. Sækja námskeið hjá Ökuskólanum í Mjódd

  2. Sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu og skila inn öllum gögnum

  3. Uppfylla skilyrði fyrir rekstrarleyfi

  4. Samgöngustofa gefur út staðfestingu vegna leyfisskoðunar

  5. Rekstrarleyfi gefið út til fimm ára eða til bráðabirgða vegna námskeiðs

Fylgigögn

Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.

  • Áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal umsækjanda um fullnægjandi fjárhagsstöðu

  • Staðfesting á að opinber gjöld séu ekki í vanskilum - Island.is eða Skatturinn

  • Sakavottorð forráðamanns - Island.is

  • Lögheimilissaga - Búsetutímavottorð umsækjanda eða forsvarsmanns lögaðila - island.is eða Þjóðskrá

    • Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum

  • Staðfesting frá fyrirtækjaskrá Skattsins um að búið sé að tilkynna atvinnurekstur

  • Listi yfir bílnúmer þeirra ökutækja sem verða í rekstri

  • Afrit af leyfi ferðasala dagsferða eða ferðaskrifstofuleyfi (á aðeins við um ferðaþjónustuleyfi)

Frekari upplýsingar um fylgigögn er að finna undir skilyrði.

Afgreiðsla umsókna

  • Samgöngustofa gefur út rekstrarleyfi til fimm ára þegar öllum skilyrðum er fullnægt, greiðsla hefur borist og bíllinn hefur verið leyfisskoðaður

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt, lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti

  • Afgreiðsla almenns rekstrarleyfis er allt að 15 virkir dagar

Kostnaður

  • Kostnaður við rekstrarleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 17.220 kr

  • Kostnaður við leyfishafanámskeið fer eftir gjaldskrá ökuskóla

  • Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum



Umsókn um rekstrarleyfi til farþegaflutninga

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa