Akstursbann og sviptingar
Eftirfarandi ferill sviptinga og akstursbanns byggir á umferðarlögum 2019/77 sem tóku gildi þann 1. janúar 2020. Nánari upplýsingar um endurveitingu ökuréttinda veitir sýslumaður.
Svipting ökuréttinda – hvernig fæ ég réttindin mín aftur?
Á bráðabirgðarskírteini - akstursbann eða svipting
- Sótt er sérstakt námskeið (sjá töflu hér að neðan) sem tekur fjórar kvöldstundir. Sjá námskrá.
- Skila þarf læknisvottorði og staðfestingu á námskeiðslokum til sýslumanns sem veitir próftökuheimild mánuði fyrir lok sviptingar
- Standast þarf bóklegt og verklegt próf. Ökukennari bókar verklegt próf. Bóklegt próf má bóka hér.
- Hér fyrir neðan finnur þú námskeiðshaldara. Þú hefur samband við einn þeirra og skráir þig á námskeið.
Ökuskólar | Næsta námskeið |
---|---|
Nýi ökuskólinn
| 28. mars.2023 |
Ökuskólinn í Mjódd (námskeið í Reykjavík)
| 27. mars. 2023 |
Ökukennsla 17 ehf.
| 14. janúar 2023 |
Á fullnaðarskírteini - 12 mánaða svipting eða minna
- Skírteini er sótt til sýslumanns að sviptingartíma loknum.
Á fullnaðarskírteini - meira en 12 mánaða svipting
- Sótt er sérstakt námskeið (sjá töflu hér að neðan) sem tekur tvær kvöldstundir. Sjá námskrá .
- Skila þarf læknisvottorði og staðfestingu á námskeiðslokum til sýslumanns sem veitir próftökuheimild mánuði fyrir lok sviptingar.
- Standast þarf bóklegt og verklegt próf. Ökukennari bókar verklegt próf. Bóklegt próf má bóka hér.
- Hér fyrir neðan finnur þú námskeiðshaldara. Þú hefur samband við einn þeirra og skráir þig á námskeið.
Ökuskólar | Næsta námskeið |
---|---|
Nýi ökuskólinn
| Alla miðvikudaga kl. 17:30 |
Ökuskólinn í Mjódd (námskeið í Reykjavík)
| Alla fimmtudaga kl. 17:00 |
Ökukennsla 17 ehf.
| Alla laugardaga kl. 10:30-13:00 |
Á fullnaðarskírteini - Ævilöng svipting
- Hægt er að sækja um náðun hjá lögreglu að fimm árum liðnum. Umsóknareyðublaðið má sækja hér og skal það sent á heida.gestsdottir@lrh.is.
- Ef lögreglustjóri samþykkir náðun er sótt sérstakt námskeið.
- Skila þarf samþykktri náðun, læknisvottorði og staðfestingu á námskeiðslokum til sýslumanns sem veitir próftökuheimild.
- Standast þarf bóklegt og verklegt próf. Ökukennari bókar verklegt próf. Bóklegt próf má bóka hér.
Frekari upplýsingar má finna í reglugerð um ökuskírteini nr.830/2011.