Sérstök námskeið

vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðarskírteinis

Markmiðið með sérstöku námskeiði er að stuðla að bættri hegðun byrjanda í umferðinni og að hann sýni meiri löghlýðni við umferðarreglur. 

Sérstakt námskeið er fyrir handhafa fyrsta bráðabirgðaskírteinis sem fær akstursbann við fjórða refsipunkt, fær sviptingu vegna hraðaksturs eða aksturs undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.

Hver byrjandi fer aðeins einu sinni á slíkt námskeið á tíma bráðabirgðaskírteinis.

Á sérstöku námskeiði er lögð megináhersla á eftirfarandi:

 • Áhættuþættir umferðar
 • Ábyrgð ökumanns og viðhorf til áhættutöku
 • Skilningur byrjandans á tilgangi umferðar og áhrifum sálrænna og félagslegra þátta
 • Hæfni byrjandans til að taka ábyrgar ákvarðanir í umferðinni
 • Fylgni byrjandans við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra reglna sem settar eru um akstur og umferð og skilningur hans á þeim

Námskrá og fjöldi tíma

Námskeiðið tekur þrjár vikur, er í fjórum lotum, þrjár kennslustundir í senn með viku millibili, alls 12 kennslustundir. Auk þess eru tveir verklegir ökutímar. Sá sem er í akstursbanni getur farið á sérstakt námskeið þegar það býðst og þegar það hentar honum.

Kennt er í samræmi við námskrá Samgöngustofu.

Að námskeiði loknu leggur byrjandinn inn umsókn um endurveitingu ökuskírteinis með vottorði um að námskeiði sé lokið. Þá er gefin út próftökuheimild og þarf byrjandinn að endurtaka ökuprófið, bæði bóklega og verklega prófið.

Eftirfarandi ökuskólar hafa leyfi Samgöngustofu til að halda námskeið. Námskeið hefst á tilgreindum degi og stað, fáist næg þátttaka (6 til 12 þátttakendur).

Ef námskeiðsstaðir, sem hér eru taldir upp, henta ekki má senda póst á okuprof@samgongustofa.is

Það verður að skrá sig á námskeið hjá skólanum með góðum fyrirvara áður en námskeið hefst.

  Næsta námskeið 
 AKTU - ökuskóli (námskeið á Akureyri)
 • Kennslutími: Byrjar 6. febrúar kl. 16:30
 • Staður: Sunnuhlíð 12, Akureyri
 • Umsjónarkennari: Steinþór Þráinsson ökukennari
 • Námskeiðsgjald: 35.000
 • Nánari upplýsingar og skráning er í síma 696 7908 (Valdemar)
 • aktuokuskoli@simnet.is
 • Heimasíða Aktu ökuskóla
 6. febrúar 2020
Ökuskóli Suðurlands (námskeið í Reykjavík )
 • Kennslutími: Þriðjudaga kl. 18:00-20:30
 • Staður: Klettagarðar 11, Reykjavík
 • Umsjónarkennari: Grímur Bjarndal ökukennari
 • Námskeiðsgjald: 28.000
 • Nánari upplýsingar og skráning í síma 820 0090 eða  bjarndal@mi.is
 • Heimasíða Ökuskóla Suðurlands

 

  

7. janúar 2020

4. febrúar 2020

Ökuskólinn í Mjódd (námskeið í Reykjavík)
 • Kennslutími: Mánudag kl. 17:00-19:30
 • Staður: Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3, Reykjavík
 • Umsjónarkennari: Guðbrandur Bogason ökukennari
 • Námskeiðsgjald: 25.000

  Nánari upplýsingar og skráning er í síma 567 0300 eða  mjodd@bilprof.is 
 • Heimasíða Ökuskólans í Mjódd
 
3. febrúar
2. mars
Ökukennsla 17.is
 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei