Sérstök námskeið

vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðar- fullnaðarskírteinis

Bráðabirgðaskírteini er fyrsta ökuskírteinið og gildir í þrjú ár. Við endurnýjun bráðabirgðaskírteinis fá ökumenn fullnaðarskírteini sem gildir í 15 ár ef þeir hafa verið punktalausir í 12 mánuði og hafa ekki verið sviptir bráðabirgðaskírteini. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um sérstök námskeið fyrir ökumenn sem hafa verið sviptir þessum réttindum eða sæta akstursbanni. Hægt er að senda fyrirspurnir á okuprof@samgongustofa.is ef einhverjar spurningar vakna.

Sérstök námskeið vegna akstursbanns og sviptingar á bráðabirgðarskírteini


Vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðarskírteinis.

Fyrir hvern er sérstakt námskeið?
Sérstakt námskeið er fyrir þann sem er með bráðabirgðaskírteini og fær akstursbann við fjórða til sex refsipunkta og einnig fyrir þann sem er sviptur ökuréttindum á bráðabirgðaskírteini.

Á sérstöku námskeiði er lögð áhersla á:
• Áhættuþætti í umferðinni.
• Ábyrgð ökumanns og viðhorf hans til aksturs.
• Skilning nemans á tilgangi umferðar og áhrifum sálrænna og félagslegra þátta.
• Hæfni nemans til að taka ábyrgar ákvarðanir í umferðinni.
• Fylgni nemans við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra reglna sem settar eru um akstur og umferð og skilningur hans á þeim.

Lengd sérstaks námskeiðs

Námskeiðið er 12 kennslustundir, tekur þrjár vikur, er í fjórum lotum, þrjár kennslustundir í senn með viku millibili. Að auki eru tveir verklegir ökutímar. Kennt er í samræmi við námskrá Samgöngustofu.

Hvenær má ég fara á sérstakt námskeið?
Sá sem er í akstursbanni getur farið á sérstakt námskeið þegar það býðst og þegar honum hentar.
Sá sem er sviptur ökuréttindum má hefja akstursþjálfun einum mánuði fyrir lok sviptingar.

Ökuskólar og tímasetning á fyrirhuguðum námskeiðum. Námskeið hefst á tilgreindum degi og stað, fáist næg þátttaka (6 til 12 þátttakendur).

Skráning á sérstakt námskeið er hjá ökuskólunum sjálfum:

Ökuskólar Næsta námskeið


Ökuskóli Suðurlands (námskeið í Reykjavík )
 • Kennslutími: Þriðjudaga kl. 17:30-20:00
 • Staður: Klettagarðar 11, Reykjavík
 • Umsjónarkennari: Bergrún Grímsdóttir kennari
 • Nánari upplýsingar og skráning í síma 846- 1646 eða bergrungrims@kopavogur.is
 • Ábyrgðarmaður: Grímur Bjarndal ökukennari                                               sími: 820 0090, netfang:  bjarndal@mi.is
 • Námskeiðsgjald: 30.000 kr. 
 • Heimasíða Ökuskóla Suðurlands


9. ágúst 2022

Ökuskólinn í Mjódd (námskeið í Reykjavík)
 • Kennslutími: Mánudag kl. 17:00-19:30
 • Staður: Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3, Reykjavík
 • Umsjónarkennari: Guðbrandur Bogason ökukennari
 • Námskeiðsgjald: 36.000 kr. 

  Nánari upplýsingar og skráning er í síma 567 0300 eða mjodd@bilprof.is
 • Heimasíða Ökuskólans í Mjódd

29. ágúst 2022


Ökukennsla 17.is

Sérstök námskeið vegna sviptingar á fullnaðarskírteini

Akstur, áfengi, fíkniefni og aðrir áhættuþættir í umferðinni.

Hverjir þurfa að taka sérstakt námskeið „Akstur, áfengi, fíkniefni og aðrir áhættuþættir í umferðinni?

Þeir sem sviptir eru á fullnaðarskírteini:
• Vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða ávana og fíkniefna í annað sinn. 
• Vegna fjölda punkta samkvæmt punktakerfi. 
• Sviptur ökuréttindum lengur en 12 mánuði.

Á sérstöku námskeiði er lögð áhersla á:
• Áhættuþætti í umferðinni.
• Afleiðingar aksturs undir áhrifum áfengis, lyfja og ávana- eða fíkniefna.
• Takmarkanir á hæfni og getu sem misnotkun ávana og fíkniefna hefur í för með sér.
• Meðvitaður um ýmsar hættur í umferðinni.
• Að ökumaðurinn þekki ákvæði laga og reglna um akstur.

Kennt er í samræmi við námskrá Samgöngustofu .

Lengd námskeiðs
Námskeiðið er sex kennslustundir sem kenndar eru í tveimur lotum með viku millibili.

Hvenær má ég fara á námskeiðið?
Sá sem er sviptur ökuréttindum má hefja akstursþjálfun einum mánuði fyrir lok sviptingar.
Ökuskólar og tímasetning á fyrirhuguðum námskeiðum. Námskeið hefst á tilgreindum degi og stað, fáist næg þátttaka (6 til 12 þátttakendur).

Skráning á sérstakt námskeið er hjá ökuskólunum sjálfum:

Ökuskólar Næsta námskeið

Ökuskóli Suðurlands (námskeið í Reykjavík)    

Alla miðvikudaga 

kl. 17:30 Ökuskólinn í Mjódd (námskeið í Reykjavík)

 • Kennslutími: Fimmtudaginn kl. 17:00-19:30
 • Staður: Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3, Reykjavík
 • Umsjónarkennari: Guðbrandur Bogason ökukennari
 • Námskeiðsgjald: 30.000 kr. 
 • Nánari upplýsingar og skráning er í síma 567 0300 eða mjodd@bilprof.is
 • Heimasíða Ökuskólans í Mjódd

 

Alla fimmtudaga

kl. 17:00 


Var efnið hjálplegt? Nei