Ökupróf á netinu

Á netinu er hægt að æfa sig í að taka ökupróf

Öryggispróf og stór ökutæki eru skrifleg próf fyrir aukin ökuréttindi. Í lok prófsins færðu að vita hvort þú hafir staðist prófið. Ef þú gerir villur færðu jafnóðum að vita réttu svörin.

Viljir þú koma einhverjum ábendingum til okkar um prófin eða atriði sem tengjast ökunámi eða ökuprófi biðjum við þig að senda tölvupóst á okurettindi@samgongustofa.is.

Önnur innlend prófverkefni

Ökukennarafélag Íslands býður aðgang að vefsíðu með verkefnum sem eru sambærileg við þau sem notuð eru þegar skriflegt próf til B réttinda er tekið. Skrá þarf eigin kennitölu og starfsnúmer ökukennara til að fá fullan aðgang, án þessarar skráningar er hægt að fá takmarkaðan aðgang:

Ýmis fyrirtæki bjóða auk þess aðgang að verkefnum á vefsvæðum sínum, þar á meðal:

Vinsamlegast athugið að Samgöngustofa getur ekki tekið ábyrgð á þeim spurningum og svörum sem fram koma í verkefnum fyrirtækjanna. Ábendingum um það sem hugsanlega má betur fara er best að koma beint á framfæri við viðkomandi aðila. 

Erlend verkefni

Hægt er að kanna þekkingu sína með því að leysa erlend verkefni á vefnum. Þessi verkefni líkja eftir bóklega hluta ökuprófs mismunandi landa.

Athuga verður að mismunandi reglur geta gilt og gilda á milli landa hvað varðar umferðarreglur, merkingar, notkun mannvirkja o.fl. Þannig er ekki skilyrðislaust hægt að setja samasem merki á milli þess sem gildir hér á landi og annars staðar.

Ef ætlunin er að aka erlendis er nauðsynlegt að kynna sér sérstaklega reglur þess lands sem ætlunin er að aka í.

Ef gangast á undir ökupróf verður að miða við að uppfylla kröfur námskrár viðeigandi lands um þekkingu, hæfni og leikni.


Var efnið hjálplegt? Nei