Ökuréttindi og skírteini

Útlit og efni ökuskírteinis

Mynd af framhlið íslensks ökuskírteinis


Flokkar ökuskírteina - hvað þýða tölurnar?

Stafrænt ökuskírteini (island.is)

Eldri skírteini

Endurnýjun skírteina eldri borgara


Kynntu þér leiðina að ökuprófinu hér

Framhlið ökuskírteinisins


  • Í efra vinstra horni er íslenska þjóðernismerkið, ÍS, svart að lit í svörtum sporöskjulaga hring.
  • Efst fyrir miðju er orðið „ökuskírteini“ prentað með svörtum upphafsstöfum.
  • Í efra hægra horni er orðið „Ísland“ prentað með bláum upphafsstöfum.
  • Fyrir miðju, vinstra megin er ljósmynd af skírteinishafa.
  • Neðst í hægra horni er mynd af Íslandi í bláum lit.
  • Í grunni framhliðarinnar eru orðin EES-gerð og orðið „ökuskírteini“ á tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins.

Efni ökuskírteinisins er á framhliðinni tilgreint með töluliðum sem merkja:


  • 1. Kenninafn skírteinishafa.
  • 2. Eiginnafn (eiginnöfn) skírteinishafa og, ef því er að skipta, millinafn.
  • 3. Fæðingardagur og fæðingarstaður (fæðingarland) skírteinishafa.
  • 4a. Útgáfudagur ökuskírteinisins.
  • Tilgreind dagsetning er útgáfudagur sjálfs skírteinisins. Útgáfudagur áður útgefinna réttindaflokka, ef því er að skipta, er tilgreindur í dálki 10 á bakhlið skírteinisins.
  • 4b. Lokadagur ökuskírteinisins.
  • Tilgreind dagsetning er þegar sjálft skírteinið fellur úr gildi. Fyrir einstaka réttindaflokka o.fl. kann annar lokadagur að vera ákveðinn fyrr. Það er tilgreint á bakhlið skírteinisins.
  • 4c. Nafn útgefanda skírteinisins (ríkislögreglustjóri).
  • 4d. Kennitala skírteinishafa.
  • 5. Númer ökuskírteinisins.
  • 7. Undirskrift skírteinishafa.
  • 9. Upplýsingar um réttindaflokka skírteinishafa. Rita skal innlenda flokka með öðru letri en samræmda flokka.

Bakhlið ökuskírteinisins


Okuskirteini-afturhlid_1550827816262
  • Í efra vinstra horni er skilinn eftir sérstakur reitur, merktur 13, fyrir erlend yfirvöld til að færa á upplýsingar vegna umsýslu þeirra ef skírteinishafinn sest að í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins.

  • Á vinstri hlið eru skýringar á liðunum 2, 1, 3, 4a, 4b, 4c, 4d, S, 7 og 9 á framhlið ökuskírteinisins, svo og á dálkunum 9, 10, 11 og 12 á bakhlið þess.
  • Á vinstri hlið (milli liðanna 2 og 3) er svört mynd af íslenska skjaldarmerkinu. Í grunni bakhliðarinnar, umhverfis dálkana 9-12, eru einnig orðin EES gerð og orðið „ökuskírteini" á tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins.

Efni ökuskírteinisins er á bakhliðinni tilgreint í dálkum sem merkja:


  • 9. Ökuréttindaflokkar þeir sem notaðir eru hér á landi. Samræmdir ökuréttindaflokkar eru tilgreindir með bókstöfum, AM, A1, A2, A, B1, B, C1, C, D1, D, BE, C1E, D1E, CE og DE, og einnig með táknmynd. Innlendir flokkar eru eingöngu tilgreindir með bókstöfum, T, og með öðru letri en samræmdir flokkar.
  • 10. Fyrsti útgáfudagur hvers réttindaflokks fyrir sig.
  • 11. Lokadagur hvers réttindaflokks fyrir sig.
  • 12. Viðbótarupplýsingar og eftir atvikum skilyrði og takmarkanir er varða ökuskírteinið. Dálkurinn nær einnig til stóra reitsins neðst á bakhlið ökuskírteinisins neðan við dálkana 9-12.

Var efnið hjálplegt? Nei