1.1.3 Tengibúnaður

Útg.nr: 01           Útg.dags: 13.02.2003

Heimild: Gerðarviðurkenningu má veita nýjum, raðsmíðuðum tengibúnaði fyrir bifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.

Fulltrúi: Fulltrúi er aðili sem ábyrgist innflytjanda gagnvart Samgöngustofu varðandi gerðarviðurkenningu og skráningu ökutækja. Fulltrúinn skal vera viðurkenndur af Samgöngustofu og skráður á lista yfir viðurkennda fulltrúa ( US.350 ). Hann skal hafa góða þekkingu á lögum og reglum er varða skráningu ökutækja og hann skal vera vel að sér um þá ábyrgð og þær skyldur sem gerðarviðurkenning hefur í för með sér. Fulltrúi með fulltrúaréttindi C hefur rétt til að annast gerðarviðurkenningu á tengibúnaði.

Umsókn: Sækja skal um þjóðargerðarviðurkenningu til Samgöngustofu. Umsókn skal vera á þar til gerðu eyðublaði sem gefið er út af Samgöngustofu ( US.402). Umsóknin skal vera undirrituð af fulltrúa með fulltrúaréttindi C. Umsóknin skal vera vélrituð, nákvæmlega og fullkomlega útfyllt og henni skulu fylgja tilskilin gögn. Á umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang umsækjanda. Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn um gerðarviðurkenningu tengibúnaðar:

Framvísa skal eftirfarandi upplýsingum frá framleiðanda bifreiðar:
- staðsetning og festur tengibúnaðar við bifreið,
- mesta leyfða heildarþyngd eftirvagns/tengitækis,
- heimiluð þyngd á tengibúnað í lóðrétta og lárétta stefnu.

Framvísa skal eftirfarandi upplýsingum frá framleiðanda tengibúnaðar:
- mynd (merki eða ljósrit) af merki tengibúnaðar,
- teikningu af tengibúnaði,
- mestu leyfðu heildarþyngd eftirvagns/tengitækis.

Gerðarskoðun: Samgöngustofa metur hvort færa skal bifreið með þeirri gerð tengibúnaðar, sem sótt er um gerðarviðurkenningu á, til gerðarskoðunar á skoðunarstofu. Tengibúnaðurinn skal vera varanlega festur við ökutækið. Frágangur skal vera samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja.

Skoðunarvottorð: Framvísa skal skoðunarvottorði frá faggiltri skoðunarstofu um niðurstöðu gerðarskoðunar ( US.407).

Staðfesting á fylgigögnum: Staðfestingar, vottorð og önnur gögn frá framleiðanda eða innflytjanda skal fulltrúi undirrita og stimpla með nafni umsækjanda.

Heimilt er að samþykkja þjóðargerðarviðurkenningu frá öðru aðildarríki EES sem íslenska gerðarviðurkenningu, ef gerðarviðurkenningin er framkvæmd á fullnægjandi hátt að mati Samgöngustofu.

Þjóðargerðarviðurkenningar frá öðrum ríkjum EES:

Var efnið hjálplegt? Nei