1.10.2 Skoðunarstofur
Útg.nr: 1 Útg.dags: 30.08.2005
Skráningarskoðun: Áður en heimilt er að nýskrá skráningarviðurkennt ökutæki skal það hafa staðist skráningarskoðun á faggiltri skoðunarstofu. Ökutæki telst hafa staðist skráningarskoðun ef skilyrði skoðunarhandbókar eru uppfyllt. Niðurstaða skráningarskoðunar getur verið "Án athugasemda", "Endurskoðun" eða "Lagfæring".
Samanburðarskoðun: Heimilt er að framkvæma samanburðarskoðun á nýjum heildargerðarviðurkenndum ökutækjum ef í athugasemdareit þeirra kemur fram að þau skuli færð til samanburðarskoðunar. Samanburðarskoðun er sambærileg fulltrúaskoðun og er hugsuð fyrir þau ökutæki sem ekki eiga kost á fulltrúaskoðun vegna þess að þau eru flutt inn af öðrum en umboði eða viðkomandi umboð er án fulltrúa. Við samanburðarskoðun skal uppfylla sömu skilyrði og við fulltrúaskoðun eftir því sem við á ( 1.10.1). Niðurstaða skráningarskoðunar getur einungis verið "Án athugasemda" en hún getur ekki verið " Endurskoðun" eða "Lagfæring". Ef ökutæki fær athugasemd við skoðun er unnt að breyta innflutningsástandi þess í "Nýtt" og færa það til skráningarskoðunar þar sem það fær endurskoðun eða lagfæringu eftir því sem við á.
[Eftirlit með gasbúnaði í ökutækjum: Ef Samgöngustofu berst tilkynning frá Vinnueftirlitinu um ökutæki með ólöglegan gasbúnað skal það skráð í athugasemdum í ökutækjaskrá. Við nýskráningarskoðun (skráningarskoðun, fulltrúaskoðun eða samanburðarskoðun) skal skoðunarmaður athuga hvort hin ólöglegu gastæki hafi verið fjarlægð. Ef gastæki hafa ekki verið fjarlægð eða skipt út fyrir lögleg gastæki skal skoðun og skráningu hafnað. Ef gasbúnaðurinn hefur verið fjarlægður eða úrbætur gerðar á og ökutækið stenst skoðun að öðru leyti skal athugasemdin fjarlægð og ökutæki nýskráð. ]
[Leyfisskoðun hópbifreiða: Faggiltar skoðunarstofur framkvæma leyfisskoðun hópbifreiða í samræmi við handbók um skoðun hópbifreiða sem gefin er út af Vegagerðinni. Skoðunarstofa sem framkvæmir slíka skoðun skal samdægurs senda Samgöngustofu upplýsingar um niðurstöðu skoðunar og niðurstöður eru skráðar í skoðunarferil í ökutækjaskrá. Niðurstaða leyfisskoðunar getur verið "án athugasemda" eða "lagfæring". Niðurstaða leyfisskoðunar hefur engin áhrif á aðalskoðun. ]
Aðrar skoðanir: Um aðrar almennar skoðanir á skoðunarstofu er fjallað í skoðunarhandbók Samgöngustofu.
Skráning og staðfesting á niðurstöðu skoðunar: Niðurstöður skoðunar, stöðu akstursmælis vélknúins ökutækis og gildi mengunarmælinga skal senda samdægurs til Samgöngustofu þar sem niðurstöður eru skráðar í ökutækjaskrá.