1.10.5 Boðun í skoðun
Útg.nr: 1 Útg.dags: 13.02.2003
Boðun í skoðun: Lögregla getur boðað ökutæki í skoðun ef vanrækt hefur verið að færa það til almennrar skoðunar eða til endurskoðunar. Einnig ef öryggis- eða mengunarvarnarbúnaði þess er áfátt að mati lögreglu, þótt almenn skoðun þess sé í gildi.
Frestur til skoðunar: Á boðunarmiða lögreglu er kveðið á um þann frest sem gefinn er til að færa ökutækið til skoðunar að hámarki sjö dagar. Fresturinn er ekki framlenging á lögbundnum fresti til að færa ökutæki til reglubundinnar skoðunar, heldur er hér aðeins um að ræða frest vegna afklippingar.
Tilkynning lögreglu: Lögreglan skal tilkynna Samgöngustofu samdægurs um boðun í skoðun.
Skráning í ökutækjaskrá: Samgöngustofa skráir boðun í skoðun í ökutækjaskrá og þann frest sem veittur var. Tegund skoðunar verður "Boðun í skoðun" og niðurstaða skoðunar verður "Frestur" og sá frestur sem var tilgreindur er skráður.