1.10.6 Endurskoðunarverkstæði

1.10.6 Skoðun á endurskoðunarverkstæði

Útg.nr: 2           Útg.dags: 03.11.2010

Endurskoðunarverkstæði: Heimilt er að skrá í ökutækjaskrá skoðunarniðurstöður frá endurskoðunarverkstæðum sem hlotið hafa B-faggildingu frá Einkaleyfastofu.

Tilkynning: Endurskoðunarverkstæði skal senda tilkynningu um niðurstöður skoðana samdægurs til ökutækjaskrár ( US.124).

Dagsetning skoðunar: Móttökudagur tilkynningar skal skráður sem dagsetning endurskoðunar.

Rétt ökutæki: Áður en skoðun er færð inn í ökutækjaskrá skal ganga úr skugga um að ökutæki sé rétt tilgreint með því að bera saman fastanúmer, tegund og lit.

Athugasemdir við niðurstöður skoðunar: Ef Samgöngustofa gerir athugasemdir við niðurstöður skoðunar frá endurskoðunarverkstæði skulu þær sendar verkstæðinu.

Frestur til skoðunar útrunninn: Ef frestur til endurskoðunar er útrunninn þegar skoðunin er framkvæmd telst endurskoðun ekki vera gild og ber að hafna henni. Bréf er sent til skoðunarstofu þar sem bent er á þennan annmarka, einnig er bréf sent til eiganda ökutækis þar sem honum er bent á að færa ökutækið til endurtekinnar aðalskoðunar á skoðunarstofu.

Starfsleyfi útrunnið: Ef starfsleyfi endurskoðunarverkstæðis er útrunnið ber að hafna endurskoðun frá verkstæðinu. Bréf er sent til verkstæðis og til eiganda þar sem bent er á þennan annmarka.

Tegund skoðunar: Aðeins má færa ökutæki til endurskoðunar ef síðasta skoðun var "Aðalskoðun" og skal þá ökutækið fá skoðunartegundina "Endurskoðun" eða "Aðalskoðun fyrra árs" og skal þá tegund skoðunar vera "Endurskoðun fyrra árs". Óheimilt er að færa inn niðurstöðu skoðunar ökutækis ef síðasta skoðun var skráningarskoðun, endurskráningarskoðun, breytingaskoðun eða sérskoðun. 
 
Skráning skoðunar: Skoðunarstofu skal skrá sem "70 Verkstæði", skoðunarmaður skal skráður sem "799 Starfsmaður verkstæðis" og skoðunarbraut skal skráð sem faggildingarnúmer viðkomandi verkstæðis fyrir utan bókstafinn B (fyrir verkstæði með faggildingarnúmer B-105 skal skoðunarbraut skrást sem 105). Niðurstaða skoðunar skal ávallt vera "Án athugasemda".


Var efnið hjálplegt? Nei