1.2.2.2 Notað ökutæki

Útg.nr: 2          Útg.dags: 04.06.2013

Áskilin gögn:

Erlent skráningarskírteini eða titilsbréf sem veitir heimild til notkunar án takmörkunar í landinu þar sem það er gefið út – frumrit. Gögn þurfa einnig að fylgja um staðfestingu á fyrsta skráningardegi og/eða framleiðsluári, komi þessi atriði ekki fram í skráningarskírteininu eða titilsbréfinu. 
 
Farmbréf ("Bill of Lading" eða "Waybill").

Upplýsingar um:

 1. Gerð ökutækis,
 2. Tegund ökutækis,
 3. Undirtegund ökutækis,
 4. Verksmiðjunúmer,
 5. Framleiðanda,
 6. Slagrými, 1
 7. Orkugjafa, 1
 8. Burðargetu einstakra ása,
 9. Afl hreyfils (kW), 1
 10. Hávaða við snúning; kyrrstöðumæling og akstursmæling, 1
 11. Leyfða heildarþyngd,
 12. Eiginþyngd,
 13. Útblástursmengun (EURO staðall), 1
 14. Þyngd hemlaðs eftirvagns, 1
 15. Þyngd óhemlaðs eftirvagns 1

Ofangreindar upplýsingar skulu, eftir því sem við á, staðfestar með vottorði frá framleiðanda eða viðurkenndri tækniþjónustu** í frumriti, þar sem fram kemur verksmiðjunúmer viðkomandi ökutækis.  Ef upplýsingarnar koma fram á erlenda skráningarskírteininu eða titilsbréfinu er það fullnægjandi.

1Á ekki við um eftirvagna.

* Þessara upplýsinga er þó ekki krafist við skráningu torfærutækis, námubifreiðar, beltabifreiðar, rallbifreiðar, fornbifreiðar, fornbifhjóls og flugvallarrútu. Varðandi þessi ökutæki geta þó verið gerðar sértækar kröfur til upplýsinga og vísast hvað það varðar til þess sem segir um hvern þessara flokka í 3. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með síðari breytingar.

** Viðurkennd tækniþjónusta: Stofnun eða aðili innan EES sem er tilnefndur sem prófunarstofa til að annast prófanir eða sem samræmismatsaðili fyrir hönd viðurkenningaryfirvalds, eða viðurkenningaryfirvald, ef það á við. Lista yfir viðurkenndar tækniþjónustur má nálgast hér.

Áskilin viðbótargögn fyrir eftirfarandi ökutækisflokka:

Hópbifreið: málsett teikning í mælikvarðanum 1:20 eða 1:25, í hliðar- og ofanvarpi, sem sýnir skipan farþegasvæðis, stærð og staðsetningu farangursgeymslna, ásamt fyrirkomulagi og stærð útganga (sjá US.310).
 
Eftirvagn og tengitæki með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg: Teikning af ökutækinu með öllum aðalmálum og kerfismynd af hemlakerfi eða staðfesting frá framleiðanda á því að hemlakerfi ökutækis sé af tiltekinni tegund og uppfylli EB-staðla.
 
Tengitæki með leyfða heildarþyngd 750 kg og undir: Teikning með öllum aðalmálum.


Var efnið hjálplegt? Nei