1.2.3 Skilgreiningar og hugtök
Skilgreiningar á fylgigögnum (vottorð skulu vera í frumriti. Ath. frumritum er ekki skilað aftur til eiganda):
"Upprunavottorð":
Upprunavottorð skal varða eitt tiltekið ökutæki [og er staðfesting framleiðanda á því að ökutækið sé nýtt. Á vottorðinu skal koma fram verksmiðjunúmer ökutækis og staðfesting framleiðanda á þyngdartölum og hreyfli. Æskilegt er að vottorðið innihaldi einnig aðrar upplýsingar sem innflytjanda ber að útvega skv. kafla 1.2.2."] 6 Vottorðið þarf að vera staðfest af framleiðanda og undirritað af aðila sem hefur til þess heimild fyrir hönd framleiðanda.
"Certificate of Origin":
Upprunavottorð sem framleiðendur og/eða seljendur nýrra ökutækja í Bandaríkjunum láta fylgja öllum nýjum ökutækjum þegar þau eru seld.Vottorðin eru í lit, á góðum pappír, útflúruð, með bakgrunnstexta og með vatnsmerki í formi arnar. Á bakhliðinni eru reitir til framsals og eigendatilkynningar.
"New Vehicle Information Statement":
Upprunavottorð sem framleiðendur og seljendur í Kanada láta fylgja öllum ökutækjum þegar þau eru seld þar sem ný.Vottorðin eru í lit, á góðum pappir, útflúruð og með bakgrunnstexta. Á bakhliðinni eru reitir til framsals og eigendatilkynningar.
"Certificate of Title":
Eignarvottorð (afsal) ökutækja í Bandaríkjunum þ.e. ef ökutækið á sér ekki tjóna-, slysa- eða þjófnaðarsögu. Handhafi skjalsins er í lagalegum skilningi eigandi ökutækisins.Vottorðin eru í lit, á góðum pappir, útflúruð og með bakgrunnstexta. Á bakhliðinni eru reitir til framsals og eigendatilkynningar.
"Salvage Title", ["Rebuilt Title"] 5, "Destruction Certificate" og "Scrap Certificate":
Eignarvottorð sambærileg við "Certificate of Title". Þessi skjöl gefa til kynna að ökutækið hafi lent í tjóni eða hafi verið selt til niðurrifs. Ökutæki með "Destruction Certificate" eða "Scrap Certificate" er ekki hægt að fá endurskráð í Bandaríkjunum.Handhafi skjalsins er í lagalegum skilningi eigandi ökutækisins.
Vottorðin eru í lit, á góðum pappir, útflúruð og með bakgrunnstexta. Á bakhliðinni eru reitir til framsals og eigendatilkynningar.
[Ökutæki með vottorð á borð við þessi er ekki hægt að fá skráð hér á landi frá og með 1.1.2011.]3
"Registration Card":
Almennt skráningarskírteini frá Bandaríkjunum og Kanada.
"Certificate of Conformity":
[Í framhaldi af heildargerðarviðurkenningu tiltekinnar gerðar af ökutæki gefur framleiðandi ökutækisins út vottorð með hverju framleiddu ökutæki sem staðfestir samræmi ökutækisins við heildargerðarviðurkenningu. Vottorðið nefnist samræmingarvottorð eða CoC-vottorð (Certificate of Confirmity). Skjalið vottar að ökutæki úr framleiðsluröð af gerð sem hefur verið viðurkennd í samræmi við tilskipun uppfylli allar kröfur stjórnvaldsfyrirmæla á þeim tíma þegar það er framleitt.Vottorðin eru útgefin af framleiðanda á góðum pappír, stimpluð og undirskrifuð með verksmiðjunúmeri hvers ökutækis fyrir sig.] 6
"Skráningarskírteini":
Hér er átt við almennt skráningarskírteini frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.
"Farmbréf":
Farmbréf heitir yfirleitt "Waybill" eða "Bill of Lading" en þó getur það heitið öðrum nöfnum ef það er gefið út af öðrum en hefðbundnum flutningsaðilum. Komutilkynningar, reikningar, "Dock Receipt" og önnur slík skjöl teljast ekki vera farmbréf.Farmbréf er útgefið af flutningsaðila til staðfestingar á að ökutækið hafi verið tekið til flutnings.
Farmbréfið á að innihalda flutningsnúmer, nafn sendanda, nafn innflytjanda (sem á að vera það sama og á forskráningarumsókninni), verksmiðjunúmer ökutækis, upplýsingar um útskipunarhöfn og uppskipunarhöfn. Uppskipunarhöfnin á að vera á Íslandi. [Ef ferðast er með Smyril Line og farmbréf er ekki gefið út þarf að framvísa staðfestingu á flutningi ökutækis frá flutningsaðila þar sem umsækjandi er tilgreindur móttakandi, verksmiðjunúmer ökutækis kemur fram og upplýsingar um hvaðan ökutækið er flutt.
Farmbréf má vera í ljósriti.]4
Skilgreiningar á hugtökum
"Vottorð framleiðanda":
Vottorð sem framleiðandi gefur út til staðfestingar á ákveðnum atriðum varðandi ökutæki.
["Viðurkennd tækniþjónusta":
Stofnun eða aðili innan EES sem er tilnefndur sem prófunarstofa til að annast prófanir eða sem samræmismatsaðili fyrir hönd viðurkenningaryfirvalds, eða viðurkenningaryfirvald, ef það á við. Lista yfir viðurkenndar tækniþjónustur má nálgast hér.] 6
"Upplýsingar um":
Ósk um að ákveðnar upplýsingar fylgi með umsóknargögnum. Ef þær fylgja ekki með en hægt er að nálgast þær með fljótlegum hætti annað hvort úr gögnum tengdum skráningu á öðrum ökutækjum (sambærilegum), bókum eða á netinu stöðvar það ekki forskráningu.Ekki krafa heldur ósk um upplýsingar sem þá tryggja auðvelda og fljóta forskráningu.
Þessar upplýsingar þurfa ekki að vera í frumriti.
Athugið:
Ef ekki er hægt að nálgast þessar upplýsingar eftir ofangreindum leiðum þá getur það stöðvað forskráningu. Því er mikilvægt að athuga áður en tekið er við umsókn, hvort þær séu fyrir hendi eða auðvelt sé að nálgast þær.2) 04.11.2010
3) 12.11.2010
4) 16.08.2011
5) 26.10.2012
6) 05.06.2013