1.8.10 Athugasemdir á skráningargögnum ökutækja
Skráningarskírteini eða eignarvottorð (titilsbréf) þar sem gefið er til kynna að ökutækið hafi lent í tjóni, hafi verið selt til niðurrifs, endurbyggt eða annað sambærilegt, geta eftirfarandi athugasemdir verið merktar í skráningargögnum. Vottorðin eru yfirleitt í lit, á góðum pappír, útflúruð og með bakgrunnstexta. Á bakhliðinni eru öllu jafna reitir til framsals og eigendatilkynningar.
Skila þarf til Samgöngustofu með forskráningargögnum (umsókn um forskráningu, farmbréf, skráningarskírteini/titilsbréf og tækniskýrsla), útlistun á því af hverju athugasemdin hefur verið sett á ökutækið (frá framleiðanda, skráningaryfirvaldi eða viðurkenndri tækniþjónustu) og skulu þessar útskýringar koma fram á fyrrnefndum gögnum. Samgöngustofa mun setja athugasemd í ökutækjaskrá samsvarandi athugasemd sem er á erlendum skráningargögnum. Titilsbréf og skráningarskírteini þurfa án undantekninga að vera með verksmiðjunúmeri.
Heimilt er að skrá ökutæki með eftirfarandi athugasemdir á skráningargögnum:
Abandoned | Assembled Vehicle* | Historic |
Theft Recovery | Kit* | Replica* |
Remanufactured* | Warranty Returned | Lemon Law Buyback |
Not eligible for plates - no tax paid** |
* Við nýskráningu ökutækja með viðkomandi athugasemd þarf einnig að skila inn hjólstöðu- og burðarvirkisvottorði.
** Á einungis við skráningargögn frá Michigan fylki
Ökutæki með eftirfarandi athugasemdir er EKKI heimilt að skrá hér á landi:
Collision | Damaged | Dismantled | Fire |
Flood | Gray Market | Junk | Revived Junk |
Salvage | Rebuilt Salvaged | Revived Salvage | Scrap Vehicle |
Totaled | Water Damage | Reconditioned | For Parts Only |
Scrap | Wrecked | VIN Missing | Total Loss |
Repaired | Rebuilt | Reconstructed | Hail |
Ef aðrar merkingar eru á skráningargögnum en tilgreindar eru hér að framan skal hafa samband við forskráningardeild ökutækja hjá Samgöngustofu til að meta skráningargögn. Samgöngustofa mælir með því að þetta sé gert áður en kaup fara fram og ökutæki er sent til landsins.