1.8.5 Afskráð fallin af skrá
Útg.nr: 1 Útg.dags: 13.02.2003Staðfesting á fyrri skráningu: Framvísa þarf staðfestingu á því að ökutæki hafi sannarlega verið skráð áður hér á landi. Upplýsingar um fyrri skráningu ættu að finnast í eldri ökutækjaskrám. Ef ekki finnast upplýsingar í eldri skrám skal framvísa gögnum er staðfesta fyrri skráningu hér á landi t.d. skráningarskírteini þar sem verksmiðjunúmer er tilgreint.
Forskráning: Ökutæki er forskráð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Dagsetning forskráningar skal vera upprunaleg dagsetning þ.e. sú dagsetning er ökutækið var forskráð í eldra kerfi. Ef ekki liggja fyrir upplýsingar um fyrri forskráningardagsetningu skal miða við árgerð ökutækisins og nota dagsetninguna "01.01.árgerð". Umráðamaður á forskrá er skráður sá aðili sem var síðast skráður eigandi.
Nýskráning: Ökutæki er nýskráð og skal dagsetning nýskráningar vera upprunaleg nýskráningardagsetning en ef hún finnst ekki skal nota sömu aðferð og við forskráningu þ.e. skrá dagsetninguna "01.01.árgerð". Nýr umráðamaður skal skráður sem eigandi ökutækisins.
Tollafgreiðsla: Ökutæki er nýskráð án tollafgreiðslu, sé staðfest að ökutæki hefur áður verið skráð hér á landi.
Athugasemd um eldra skráningarnúmer: Í athugasemdareit skal skrá eldra skráningarnúmer ökutækisins með svohljóðandi athugasemd: "Eldra fastanúmer ökutækisins er AA-001".
Afskráning: Ökutækið skal afskráð og nota skal upprunalegu afskráningardagsetningu en ef hún finnst ekki skal nota þá dagsetningu sem sennilegust þykir.
Endurskráning: Að þessu loknu skal endurskrá ökutækið með hefðbundnum hætti.