1.8.7 Óskráð á númerum

Útg.nr: 2           Útg.dags: 22.02.2012

Heimild: Heimilt er að skrá í ökutækjaskrá ökutæki sem voru skráð í eldri skráningarkerfi en hafa ekki verið skráð í núverandi skráningarkerfi. Ökutækin verða að bera skráningarmerki sem tilheyrðu eldra skráningarkerfi.

Forskráning: Framvísa þarf umsókn um skráningu þar sem tilgreindar eru upplýsingar um eiganda, verksmiðjunúmer ökutækis og tegund ökutækis. Að auki skal framvísa öllum fyrirliggjandi upplýsingum um ökutækið t.d. úr eldra skráningarkerfi. Samgöngustofa forskráir ökutækið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga með ósk um að frekari upplýsingar verði lesnar af ökutækinu við skráningarskoðun. [Dagsetning forskráningar skal vera upprunaleg dagsetning þ.e. sú dagsetning er ökutækið var forskráð í eldra kerfi. Ef ekki liggja fyrir upplýsingar um fyrri forskráningardagsetningu skal miða við árgerð ökutækisins og nota dagsetninguna "01.01.árgerð".]1

Athugasemd: Í athugasemdareit skal skrá upplýsingar um fyrra skráningarnúmer, "Fyrra skráningarnúmer er AA-001".

Skráningarmerki: Heimilt er að nota eldri gerð skráningarmerkja ef þau eru heil og vel læsileg. Ef þess er óskað að eldri merki verði notuð skal stofna þau í númerakerfi. Ef framleiða þarf ný merki skal eigandi greiða fyrir þau. 

Skráningarskoðun: Ökutækið fer til skráningarskoðunar þar sem gengið er úr skugga um að það uppfylli almennar reglur um skoðun ökutækja. Að auki skal við skráningarskoðun lesa af ökutækinu þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir við forskráningu.

Tollafgreiðsla: Óheimilt er að nýskrá ökutæki nema með sérstakri heimild frá tollstjóra.

Nýskráning: Þegar almenn skilyrði nýskráningar hafa verið uppfyllt skal nýskrá ökutækið. Ef upplýsingar um fyrstu skráningu eru fyrirliggjandi skal nota þær en annars skal miða fyrsta skráningardag við árgerð ökutækisins þ.e. skrá dagsetninguna "01.01.árgerð".

1) 22. febrúar 2012.


Var efnið hjálplegt? Nei