1.8.8 Námuökutæki

Útg.nr: 3           Útg.dags: 04.03.2016

Nýskráning námu[ökutækja]:

[Heimild: Heimilt er að skrá vörubifreið eða eftirvagn sem námuökutæki, ef ökutækið er ætlað til efnisflutninga innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega.

[Undanþágur frá reglum: Námuökutæki mega víkja frá reglum um hámarksgildi í reglugerð um gerð og búnað og reglur um stærð og þyngd ökutækja. Einnig mega þau víkja frá kröfum um staðfestingu eða vottorð um mengunar- og hemlabúnað, sbr. grein 03.105 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004. Við skráningarskoðun er heimilt að víkja frá tilteknum ákvæðum í reglugerð um gerð og búnað. ]

Umsókn um forskráningu og fylgigögn: Framvísa skal umsókn um forskráningu með hefðbundnum hætti. Með umsókninni skal framvísa hefðbundnum fylgigögnum, [ásamt umsókn um skráningu á notkunarflokki ( US.115). ] Þó er heimilt að víkja frá kröfum um staðfestingu eða vottorð um mengunar- og hemlabúnað, sbr. grein 03.105 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

Umsókn um skráningu á notkunarflokki: Með umsókn um forskráningu skal framvísa umsókn um skráningu á notkunarflokki ( US.115) [sem skal vera undirrituð af eiganda eða umráðamanni ökutækisins.  Á umsókninni skal vera merkt við yfirlýsingu þess efnis að ökutækið sé eingöngu ætlað til notkunar innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega. ]

Utanvegamerki: Námu [ökutæki ] skal bera sérstök utanvegamerki.

Kvöð og breytingalás: Ef námu [ökutæki ] er skráð á grundvelli undanþáguheimildar í reglugerð um gerð og búnað skal setja á [það ] sérstakan breytingalás við forskráningu ("Námu [ökutæki ] með kvöð"). Að auki skal skrá inn í athugasemdareit [ökutækjaskrár] 1 svohljóðandi kvöð: " [Kvöð: Ökutæki ] er skráð á grundvelli heimildar í 3. gr. 03.206 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 og skráningin takmarkast við notkunarflokkinn "námu [ökutæki ]"."

Skráningarskoðun: Námu [ökutæki ] skal uppfylla skráningarskoðun fyrir nýskráningu en heimilt er að víkja frá almennum skilyrðum um gerð og búnað bifreiða eins og nánar er lýst í skoðunarhandbók ökutækja.

Nýskráning: Um nýskráningu námu [ökutækja ] gilda almennar reglur. Þess skal þó gætt að [ökutækið beri utanvegamerki og hafi verið skráð í notkunarflokkinn námu [ökutæki ]. [Ef um er að ræða námuökutæki sem er skráð með undanþágu skal ganga úr skugga um að ökutækið sé ]  skráð með breytingalás og kvöð vegna undanþáguheimildar.

 

 

Breyting á notkunarflokki yfir í námubifreið:

Heimild til skráningar: Heimilt er að skrá  [vörubifreið og eftirvagn ] sem  [námuökutæki ] ef ökutækið er ætlað til efnisflutninga innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega.

Umsókn um skráningu á notkunarflokki: Framvísa skal umsókn um skráningu á notkunarflokki ( US.115),  [sem skal vera undirrituð af eiganda eða umráðamanni.  Á umsókninni skal vera merkt við yfirlýsingu þess efnis að ökutækið sé ætlað til notkunar innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega. ]

Utanvegamerki: Námu [ökutæki skal bera sérstök utanvegamerki. Um leið og [ökutæki er skráð sem námu [ökutæki ] skal skila inn almennum merkjum og afhenda utanvegamerki.

Gjald: Fyrir skráningu á breyttum notkunarflokki og afhendingu nýrra merkja skal greiða breytingaskráningargjald.

[...] 1

Breyting á notkunarflokki yfir í almenna notkun:

Námu[ökutæki] án kvaðar: Ef námu [ökutæki ] er ekki skráð með kvöð er heimilt að breyta notkunarflokki [þess ] yfir í almenna notkun. Áður en notkunarflokki er breytt þarf þó að færa [ökutækið til skoðunar á skoðunarstofu þar sem gengið er úr skugga um að [það ]uppfylli skilyrði [samkvæmt skoðunarhandbók ]. Að auki verður að skila inn utanvegamerkjum [ökutækisins ] og afhenda á [það ] almenn merki.

Námu[ökutæki] með kvöð: Ef námu [ökutæki ] er skráð með kvöð og breytingalás vegna undanþáguheimildar í reglugerð um gerð og búnað ökutækja er ekki heimilt að breyta notkunarflokki [þess yfir í almenna notkun. Til að unnt sé að framkvæma slíka breytingu verður að framvísa vottorðum um mengunar- og hemlabúnað hjá Samgöngustofu og færa bifreiðina til skoðunar þar sem gengið er úr skugga um að hún uppfylli skilyrði til almennrar notkunar [samkvæmt skoðunarhandbók ].

1) 04.03.2016


Var efnið hjálplegt? Nei