1.8.9 Undanþáguökutæki

Útg.nr: 2           Útg.dags: 04.11.2010

Heimild: Heimilt er að skrá sem undanþáguökutæki bifreið, dráttarvél eða eftirvagn sem eingöngu er notuð utan vega eða til sérstakra flutninga á vegi gegn undanþágu. Heimildin til skráningar er byggð á reglum í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um stærð og þyngd ökutækja þar sem veitt er heimild til að víkja frá reglum um hámarksstærð.

Umsókn um forskráningu og fylgigögn: Framvísa skal umsókn um forskráningu með hefðbundnum hætti. Með umsókninni skal framvísa hefðbundnum fylgigögnum ásamt umsókn um skráningu á notkunarflokki (US.115).

Umsókn um skráningu á notkunarflokki: Með umsókn um forskráningu skal framvísa umsókn um skráningu á notkunarflokki (US.115) þar sem merkt er við "undanþáguakstur". Ef þess er einnig óskað að ökutækið verði skráð til sérstakra nota (og beri olíumerki) skal einnig merkja við notkunarflokkinn "sérstök not". Umsóknin skal vera undirrituð af eiganda eða umráðamanni ökutækisins.

Skráning á notkunarflokki: Ef ökutæki uppfyllir skilyrði til undanþáguaksturs skal skrá notkunarflokkinn "undanþáguakstur". Ef ökutæki uppfyllir einnig skilyrði til sérstakra nota skal það skráð í samsetta flokkinn "sérstök not/undanþáguakstur".

Athugasemdareitur: Ef ökutæki er skráð til undanþáguaksturs skal setja inn stöðluðu athugasemdina "Þarf undanþágu  [Vegagerðar ] 1 til aksturs í almennri umferð".

Skráningarmerki: Undanþáguökutæki skal bera sérstök undanþágumerki sem eru með græna stafi á hvítum grunni. Ef ökutækið uppfyllir bæði skilyrði til undanþáguaksturs og skilyrði til sérstakra nota og er skráð í báða þessa notkunarflokka skal það bera svokölluð olíumerki sem eru með svarta stafi á gulum grunni.

Viðbótarmerki: Ef bifreið er skráð í notkunaflokkinn "sérstök not/undanþáguakstur" og ber olíumerki skal hún einnig bera sérstök viðbótarmerki með áletruninni "Þarf undanþágu vegna stærðar".

Skráningarskoðun: Undanþáguökutæki skal uppfylla skráningarskoðun fyrir nýskráningu.

Nýskráning: Um nýskráningu undanþáguökutækja gilda almennar reglur. Þess skal þó gætt að ökutækið beri undanþágumerki eða olíumerki og hafi verið skráð í notkunarflokkinn "undanþáguakstur" eða "sérstök not/undanþáguakstur". Einnig skal ganga úr skugga um að skráð hafi verið athugasemdin "þarf undanþágu [Vegagerðar ] 1til aksturs í almennri umferð" og bifreið sem skráð er í notkunarflokk "sérstök not/undanþáguakstur" beri merkið "Þarf undanþágu vegna stærðar".

1) 04.11.2010


Þarf undanþágu vegna stærðar


Var efnið hjálplegt? Nei