1.9.10 Hættulegur farmur

Útg.nr: 2           Útg.dags: 04.03.2016

Umsókn: Þegar ökutæki er í fyrsta sinn skráð til aksturs á hættulegum farmi skal eigandi þess skila inn umsókn til Samgöngustofu um skráninguna ( US.120 ) ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Í umsókn skal tilgreina þann flokk hættulegs farms sem ökutæki óskast viðurkennt fyrir.

Erlent ADR vottorð: Ef framvísað er gildu ADR vottorði frá öðru landi Evrópska Efnahagssvæðisins þá nægir það til að fá ökutæki skráð til flutnings á hættulegum farmi hér á landi.

Vottorð frá framleiðanda: Ef ökutæki hefur ekki áður verið skráð til flutnings á hættulegum farmi skal með fyrstu umsókn framvísa vottorðum frá framleiðanda ökutækisins um leyfða heildarþyngd samtengdra ökutækja til að flytja hættulegan farm. Einnig skal framvísa staðfestingu á því að ökutækið hafi nægilegan hliðarstuðning við hliðarhröðun (gildir um ökutæki sem með fulllestað farmrými er með þyngdarpunkt hærri en 90% af sporvídd ystu hjóla).

Vottorð um skoðun: Ef ökutæki hefur ekki áður verið skráð til flutnings á hættulegum farmi skal framvísa vottorði frá faggiltri skoðunarstofu þar sem staðfest er að ökutækið uppfylli kröfur reglugerðar um flutning á hættulegum farmi og reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.

Vottorð um þrýstiprófun: Ef ökutæki er með farmgeymi skal við fyrstu umsókn framvísa vottorði frá Vinnueftirlitinu um að geymirinn sé viðurkenndur (þrýstiprófun).

Viðurkenning til flutnings á hættulegum frami: Á grundvelli umsóknar og meðfylgjandi gagna metur Samgöngustofa hvort veita skuli ökutæki viðurkenningu til flutnings á hættulegum farmi.

Skráning á heimild til flutnings á hættulegum farmi: Ökutæki skal skráð í notkunarflokkinn "Hættulegur farmur". Skráður er gildistími viðurkenningar ásamt gildistíma skoðunar á skoðunarstofu og þrýstiprófunar frá Vinnueftirlitinu. Þá er skráð hvaða flokk hættulegra efna ökutækið má flytja. Athugasemd um viðurkenningu til flutnings á hættulegum farmi og gildistími viðurkenningar birtist í [ökutækjaskrá] 1

Endurnýjun viðurkenningar: Eftir að ökutæki hefur einu sinni verið skráð til flutnings á hættulegum farmi nægir að senda Samgöngustofu skoðunarvottorð frá faggiltri skoðunarstofu þar sem staðfest er að ökutæki uppfylli kröfur um flutning á hættulegum farmi og niðurstöðu þrýstiprófunar frá Vinnueftirlitinu. Niðurstaða vottorðanna er skráð og gildistími viðurkenningar framlengist sjálfkrafa til samræmis við gildistíma vottorðanna.

Gjald: Fyrir fyrstu skráningu ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu. Fyrir skráningar á endurnýjun vottorða skal innheimta breytingaskráningargjald samkvæmt gjaldskrá.

[...] 1


Var efnið hjálplegt? Nei