1.9.12 Athugasemdir
Útg.nr: 4 Útg.dags: 04.03.2016
Athugasemd um gasbúnað: Ef Samgöngustofu berst tilkynning frá Vinnueftirlitinu um ökutæki með ólöglegan gasbúnað skal það skráð í athugasemdum í ökutækjaskrá.
Atvinnurekstur: Vegagerðin ákveður hvaða ökutæki eru skráð til atvinnureksturs. Vegagerðin sendir beiðni um skráningu ökutækja til atvinnureksturs og niðurfellingu á slíkri skráningu til Samgöngustofu á netfangið breyting@us.is. Skráð er inn stöðluð athugasemd: "Atvinnurekstur". Skráning er felld niður með því að ógilda athugasemdina. Fyrir skráningu á ökutæki til atvinnureksturs er innheimt gjald fyrir breytingaskráningu.
Burðarþol ása: Ef upplýsingar um burðarþol ása eru ekki til staðar er það skráð í athugasemdum og þarf að útvega þær upplýsingar áður en hægt er að veita ökutækinu skoðun.
[...] 3
Hættulegur farmur: Þegar ökutæki er skráð í notkunarflokkinn "Hættulegur farmur" er skráður gildistími viðurkenningarinnar ásamt gildistíma skoðunar á skoðunarstofu og þrýstiprófunar frá Vinnueftirlitinu. Þá er skráð hvaða flokk hættulegra efna ökutækið má flytja og athugasemd um viðurkenningu til flutnings á hættulegum farmi. Gildistími viðurkenningarinnar birtist í [ökutækjaskrá] 4.
Lengd og breidd: Ef upplýsingar um lengd og breidd eru ekki til staðar er það skráð í athugasemdum og þarf að útvega þær upplýsingar áður en hægt er að veita ökutækinu skoðun.
Samanburðarskoðun: Ný gerðarviðurkennd ökutæki sem eru flutt inn af öðrum en umboði með fulltrúa eða eru ekki með skráða gerð fá athugasemd um samanburðarskoðun. Ökutæki með slíka athugasemd þurfa að standast samanburðarskoðun og þurfa að fara á skoðunarstofu til þess.
Skólaakstur farþegar: Ökutæki sem er skráð til skólaaksturs getur verið skráð með fleiri sæti en gert er ráð fyrir í venjulegum hópferðabifreiðum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Slík aukasæti eru skráð í athugasemdum.
Upplýsingar um FMVSS og mengun: Þegar þessi athugasemd er sett á ökutæki í ökutækjaskrá þarf skoðunarmaður að ganga úr skugga um að þessar upplýsingar sé að finna á ökutækinu sjálfu. Ef upplýsingarnar eru ekki til staðar fær ökutækið ekki skoðun.
Upplýsingar um framleiðsluár: Þegar þessi athugasemd er sett á ökutæki í ökutækjaskrá þarf skoðunarmaður að ganga úr skugga um að þessar upplýsingar sé að finna á ökutækinu sjálfu. Ef upplýsingarnar eru ekki til staðar fær ökutækið ekki skoðun.
Upplýsingar um heildarþyngd: Þegar þessi athugasemd er sett á ökutæki í ökutækjaskrá þarf skoðunarmaður að ganga úr skugga um að þessar upplýsingar sé að finna á ökutækinu sjálfu. Ef upplýsingarnar eru ekki til staðar fær ökutækið ekki skoðun.
Vatnstjón: Ef upplýsingar um vatnstjón bifreiðar koma fram í erlendum skráningargögnum bifreiðar skal það skráð í athugasemdum.
Viðgerð tjónabifreið: Ef framvísað er staðfestingu á skoðun tjónabifreiðar frá faggiltri skoðunarstofu og vottorðum um hjólastöðu- og burðarvirkismælingu ( Listar) skal breyta tjónaskráningu í "Viðgerð tjónabifreið". Athugasemd um tjónabifreið er ógild og athugasemdin "Viðgerð tjónabifreið" er skráð.
2) 27.04.2006
3) 12.04.2011
4) 04.03.2016