1.9.13 Verksmiðjunúmer
Útg.nr: 3 Útg.dags: 04.03.2016
Ósamræmi ökutækis og skráningar: Ef ósamræmi er á milli verksmiðjunúmers í [ökutækjaskrá] 2 og á ökutækinu sjálfu þarf að sannreyna [hvað sé rétt] 2 verksmiðjunúmer ökutækisins. Þetta þarf að gera með skoðun fyrirliggjandi gagna og skoðun á ökutækinu sjálfu. Þegar skorið hefur verið úr um rétt númer skal fjarlægja önnur númer af ökutækinu. Að auki skal setja athugasemd í [ökutækjaskrá] 2 um rétt verksmiðjunúmer.
[Úthlutun á nýju númeri: Hafi ökutæki verið úthlutað nýju verksmiðjunúmeri þurfa að fylgja ökutækinu opinber skjöl, frá því ríki sem úthlutaði nýja númerinu, um þá breytingu sem sýna gamla verksmiðjunúmerið ásamt hinu nýja.
Verksmiðjunúmer fyrir innlenda framleiðslu: Ef ökutæki er framleitt hér á landi skal úthluta því verksmiðjunúmer með eftirfarandi aðferð. Verksmiðjunúmerið samanstendur af 17 tölu- og bókstöfum:
- 01-02: "IS" - Til að auðkenna íslenska framleiðslu.
- 03: "9" - Staðlað kennitákn fyrir tegund ökutækja sem framleidd eru í færri en 500 eintökum.
- 04-07: Fjórir bókstafir sem segja til um framleiðanda eða eru hluti af nafni framleiðslu hans.
- 08: Ökutækisflokkur:
- "5" - Tengivagn
- "6" - Festivagn
- "7" - Hengivagn
- 09: Tölustafur eða bókstafur valinn af framleiðanda til að gefa gerð ökutækisins (ef fleiri en ein er framleidd) til kynna.
-
10: Framleiðsluár ökutækisins:
A = 1980 | L = 1990 | Y = 2000 | A = 2010 | L = 2020 |
B = 1981 | M = 1991 | 1 = 2001 | B = 2011 | M = 2021 |
C = 1982 | N = 1992 | 2 = 2002 | C = 2012 | N = 2022 |
D = 1983 | P = 1993 | 3 = 2003 | D = 2013 | P = 2023 |
E = 1984 | R = 1994 | 4 = 2004 | E = 2014 | R = 2024 |
F = 1985 | S = 1995 | 5 = 2005 | F = 2015 | S = 2025 |
G = 1986 | T = 1996 | 6 = 2006 | G = 2016 | T = 2026 |
H = 1987 | V = 1997 | 7 = 2007 | H = 2017 | V = 2027 |
J = 1988 | W = 1998 | 8 = 2008 | J = 2018 | W = 2028 |
K = 1989 | X = 1999 | 9 = 2009 | K = 2019 | X = 2029 |
- 11-14: "XXXX" - Fjögur X til uppfyllingar.
- 15-17: Raðnúmer sem byrjar á "001". Röð þessa hlaupandi númers breytist ekki þótt breyting verði á gerðinni (9. stafnum sem túlkar gerðina), né heldur þótt 10. stafurinn breytist með nýju framleiðsluári.
- Dæmi: IS9ABCD512XXXX001
Staðsetning verksmiðjunúmers: Verksmiðjunúmer á eftirvagn skal höggva í grind eftirvagnsins svo varanlegt sé, helst framan til á hlið vagns hægra megin. ] 1)
1) 30.08.2005
2) 04.03.2016