1.9.4 Skattflokkur
Skráning skattflokka: Aðeins er heimilt að skrá skattflokk í ökutækjaskrá fyrir nýskráningu. Ekki er leyfilegt að breyta skattflokki í ökutækjaskrá að nýskráningu lokinni.
Heimilir skattflokkar: Aðeins er heimilt að skrá í ökutækjaskrá skattflokka 00, 01 eða 03 skv. þeim reglum sem lýst er hér að neðan.
[Forskráning: Við forskráningu á bifreið sem er 10.000 kg eða meira skal skrá bifreiðina í skattflokk 01. Við forskráningu á vögnum sem eru 10.000 kg eða meira skal skrá vagnana í skattflokk 03. Önnur ökutæki skal skrá í skattflokk 00 við forskráningu.]
Skilgreining skattflokka: Hér að neðan er skilgreining Ríkisskattstjóra (RSK) á skattflokkum ökutækja:
00 Allar bifreiðar undir 10.000 kg
[01 Öll ökutæki 10.000 kg eða meira með ökumæli.]
[02 Leigubifreiðar og sendibifreiðar án ökumælis en með gjaldmæli.]
[03 Bifreið með ökumæli sem er 10.000 kg eða meira sem dregur tengivagn án ökumælis sem er 10.000 kg eða þyngri og eftirvagnar 10.000 kg eða þyngri án ökumælis.]
04 Sendibifreið á vsk-merkjum og hópbifreið I í eigu aðila í rekstri.
05 Dísilbifreið með ökumæli en gjaldþyngd lægri en heildarþyngd.
[07 Bifreið með ökumæli, gjaldþyngd lægri en heildarþyngd, sem dregur vagn án ökumælis.]
09 Strætisvagnar