1.9.8 Nafnleynd
Útg.nr: 2 Útg.dags: 28.10.2009
Umsókn:
Hægt er að óska eftir nafnleynd í ökutækjaskrá með sérstakri beiðni ( US.170 ).
Áhrif nafnleyndar:
Nafnleynd í ökutækjaskrá tekur einungis til þeirra upplýsinga sem veittar eru hjá Samgöngustofu þ.e. ekki til annarra aðila sem hafa aðgang að ökutækjaskrá. Hins vegar er öðrum en Samgöngustofu óheimilt að veita upplýsingar úr ökutækjaskrá. Nafnleynd hefur eftirfarandi áhrif hjá Samgöngustofu:a. Gagnvart símaþjónustu. Engar upplýsingar eru gefnar um núverandi eiganda/umráðamann sem óskað hefur nafnleyndar í gegnum síma.
b. Nafn viðkomandi fer ekki á póstlista (auglýsingar, kynningar, happadrætti, o.þ.h.).
Skrifleg beiðni um upplýsingar:
Þrátt fyrir nafnleynd eru veittar upplýsingar um nafn á eiganda ökutækis ef framvísað er skriflegri beiðni eða [tölvupóstur ] 2 sendur Samgöngustofu þar sem tilgreind er fullnægjandi ástæða fyrir beiðninni. Beiðnin, sé hún skrifleg, skal vera undirrituð af beiðanda og skal kennitala beiðanda koma þar fram. [Komi beiðnin fram í tölvupósti skal kennitala beiðanda koma þar fram. Óskast beiðnin send á netfangið afgreidsla@samgongustofa.is ] 21) 13.02.2003
2) 28.10.2009